Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Side 59
58
irbrigðum frá þeim tíma er verðlagsákvæðin voru ströngust hér á
landi, löngum biðröðum, bakdyraverzlun og svörtum markaði.67
Einn hluti af þessu umfangsmikla haftakerfi á þessum tíma sneri að ólögleg-
um lánveitingum – okurlánum – sem eru eðlilegur fylgifiskur þess að setja
vaxtaþak með lögum sem þó er lægra en markaðsvextir. Viðreisnarstjórnin
er tók við árið 1960 afnam mörg af þessum höftum, einkum þó þau er
vörðuðu vöruinnflutning. Hins vegar stóðu vaxtahöftin allt til 1985 og
allan þennan tíma virðast okurlán hafa blómstrað.68
Þó hægt sé að deila um að hve miklu leyti vaxtastefna stjórnvalda og
lánastefna ríkisbankanna var úthugsuð er samt ljóst að öll einkenni fjár-
málabælingar voru til staðar. Hugtakið fjámálabæling skýrir þá miklu
þversögn að lönd með jafnvel stór formleg fjármálakerfi eru jafnframt
vettvangur fyrir víðtæka óformlega lánastarfsemi, líkt og okurlán.
Það er haft eftir frægasta okurlánaranum, Sigurði Berndsen, að hann
„vildi helzt ekki lána öðrum mönnum peninga en þeim sem græddu á að
skipta við hann“. 69 Starfsemi okurlánaranna hafði jákvæð áhrif í sjálfu
sér – þeir voru til staðar til þess að bæta úr brýnni þörf. Aftur á móti er sú
staðreynd að þessi mikla þörf skuli hafa verið til staðar – og það hjá ósköp
venjulegu fólki – verulegur áfellisdómur yfir stefnu stjórnvalda í efnahags-
málum.
Segja má að húsnæðislánakerfið, sem komið var á fót með stofnun
Veðdeildar Landsbankans árið 1900, hafi hrunið við fullveldið 1918 þegar
danskir fjárfestar hættu að kaupa skuldabréfaútgáfur deildarinnar. Það var í
raun ekki endurreist fyrr en eftir upptöku verðtryggingar með Ólafslögum
1979 sem gerðu íslenskum lánastofnunum kleift að lána til lengri tíma
með föstum vöxtum og viðráðanlegri greiðslubyrði.
Það er mjög athyglisvert að í hinni áköfu umræðu um okurlán á eftir-
stríðsárunum var aðal áherslan á upphrópanir um illt innræti okraranna
er lánuðu á ólöglegum vöxtum. Hins vegar bar mun minna á umræðu
um rót vandans sem stafaði af lögsetningu vaxta og fjármálabælingu í
bankakerfinu. Þessi umræða bergmálar enn á okkar tímum þegar því er
67 Sjá Ólafur Björnsson, „Er hægt að halda verðlagi í skefjum með verðlagseftirliti?“
Morgunblaðið, 43. árg., 59. tbl., 10. mars 1956, bls. 9.
68 Óli Björn Kárason. 1985. ,,Okurlánastarfsemi í skjóli vanþróaðs fjármagnsmark-
aðar” Morgunblaðið, 72. árg., 270. tbl., 28. nóvember 1985, bls. B8–B10.
69 „Er Berndsen fjölskyldan að deyja úr hungri?“ okurkarlar Nýtt blað um íslenzka
fjármálaspillingu. 1. tbl., 1. árg., 1964, bls. 1.
ÁsgeiR Jónsson