Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 60
59
hástöfum haldið fram að afnám verðtryggingar muni bæta hag lánþega.
Verðtryggingin – líkt og okurlánin fyrrum – á tilvist sína að þakka handar-
baka vinnubrögðum í hagstjórn sem gera sambærileg lánaform og þekkjast
erlendis – líkt og fasta nafnvexti – ómöguleg í framkvæmd hérlendis. Þar
til landsmenn bæta ráð sitt í þessum efnum er verðtryggingin – líkt og
okurlánarar eftirstríðsáranna – malum neccesarium eða nauðsynlegt böl.
Á G R i P
Okurmálin í Austurstræti
Á eftirstríðsárunum spratt upp umfangsmikið óformlegt lánakerfi kennt við „okur“.
Hér er fjallað um þetta lánakerfi með hliðsjón af okurdómum sem féllu árið 1956.
Af dómunum má ráða að vextir í okurlánum hafi verið 30-60% og að þessi starfsemi
hafi verið mjög almenn. Settar eru fram tvær tilgátur um tilurð okurlánakerfisins:
Sú hin fyrri að lögsetning vaxta 1933 hafi reist lægra vaxtaþak en nam áhættulausum
vöxtum íslenska myntsvæðisins. Eftir það urðu húsbyggjendur að leita á svartan
markað eftir fjármagni. Í annan stað var stunduð fjármálabæling í ríkisbankakerfinu
sem fólst í lánaforgangi til ákveðinna greina en útlokun annarra, líkt og verslunar.
Okurlánakerfið er því birtingarmynd vanhugsunar eða populisma nýsjálfstæðrar
þjóðar er fól í sér mikinn velferðarkostnað.
Lykilorð: okurlán, vaxtaþak, fjármálabæling, íslenska myntsvæðið, óformleg lána-
kerfi
A B S T R A C T
Usury in Modern Iceland
A large informal lending system developed in iceland during the post-war era. This
article attempts to chart this system using judgments for usury from 1956. These
records display annual lending rates ranging from 30–60% and a fairly extensive
customer base among both individuals and businesses. Two hypotheses are made
about the motives for the system. First, that legislative interest rate ceilings enacted
in 1933 were higher than the risk free market rate in the newly established icelandic
currency area, which effectively prevented homebuyers from obtaining legitimate
long-term funding. Second, financial repression enacted after the government
takeover of the banking system in early 1930’s effectively left retail business with
no other resort than seeking usury lenders. The conclusion is that usury lending
system is a sad testament of the welfare costs of misguided credit policies of a newly
independent nation.
Keywords: informal lending, financial repression, credit policies, credit ceilings, ice-
landic currency area
OKURMÁLiN Í AUSTURSTRæTi