Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 63
62
í tebolla Englendinga. Þarna kemur fram sú hugmynd sem við verðum
stundum vör við núna, að tiltekin vara sem við njótum og höfum jafnvel
lítið fyrir að ná okkur í sé í raun of dýru verði keypt vegna þess að fram-
leiðsla hennar valdi skaða, hvort sem það er skaði á öðrum manneskjum,
dýrum eða umhverfi. Í því samhengi er stundum talað um að skaðinn sé
hluti af hinum raunverulega kostnaði vörunnar. Raunverulegur kostnaður
felur þá í sér fórnir, sem bitna þá ekki á kaupanda vörunnar í neinum
beinum skilningi. Eitt af því sem er áhugavert við hugmyndina um raun-
verulegan kostnað er að þær vörur sem oft er um að ræða eru einmitt vörur
sem kaupendur greiða lítið fyrir. Þannig er talað um að alls konar ódýrir
fjöldaframleiddir hlutir sem við kaupum séu framleiddir við ómannúðleg-
ar aðstæður af fólki á lágum launum, stundum geti framleiðslan á þeim eða
efnum sem notuð eru í þá valdið mengun og þar að auki kaupum við allt
of mikið, sem sé skaðlegt út af fyrir sig, bæði vegna mengunar og vegna
ágangs á auðlindir jarðar.
Þrátt fyrir þetta er gjarnan gengið út frá því að peningarnir sem við
notum séu einhvers konar mælikvarði á verðmæti hlutanna sem við kaup-
um fyrir þá, hvort sem það er gildi hlutarins sjálfs eða einhvers annars sem
honum tengist, eins og vikið verður betur að síðar. Og þá hljótum við að
velta því fyrir okkur bæði hvað það er sem ákvarðar það gildi sem mælt er
með peningunum og eins hvernig við getum notað peninga til að mæla
þetta verðmæti. Vissulega hlýtur eitthvað að vera á skjön ef það er rétt að
raunverulegur kostnaður endurspeglist ekki í verðinu, eins og nefnt var
hér að framan, til dæmis ef við getum keypt hræódýrar vörur sem miklar
fórnir hafa verið færðar fyrir. Eða merkir það að þessi kostnaður sé þá
kannski eitthvað annað en verðmætið sem á að koma fram í verðinu sem
mælt er í peningaupphæð?
Einföld mynd af peningum sem mælieiningu sýnir okkur peninga sem
einhvers konar mælikvarða og svo vöruna sem á að mæla. Ef peningar eru
góður og nákvæmur mælikvarði þá ætti peningaupphæðin sem neytandinn
greiðir fyrir vöru að segja til um hið rétta gildi vörunnar. En nú getum við
spurt: Hvað er það sem ákvarðar hið rétta gildi?
Við getum byrjað á því að hugsa okkur að hluturinn sem verður að
vöru þegar hann er seldur hafi eitthvert gildi vegna eiginleika sinna. Þetta
hefur stundum verið kallað innra gildi.2 Í megindráttum snýst málið þá
2 Hér verður ekki farið út í greiningar eða mismunandi kenningar um innra og ytra
gildi, sem óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu um. Í strangasta skilningi má
ef til vill halda því fram að afar fáir hlutir geti haft innra gildi, sé skilningur G.E.
eyJa M. BRynJaRsdóttiR