Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Side 64
63
um að brauðhleifur hafi gildi vegna einhverra þeirra eiginleika sem hann
býr yfir. Við getum reynt að telja þá upp: hann getur mettað tiltekinn
fjölda fólks (eða dýra) í ákveðinn tíma og ef við viljum vera nákvæm þá
getum við skoðað næringargildið nákvæmlega, vítamínin, trefjainnihaldið
og þess háttar. Svo hefur hann aðra hagnýta eiginleika sem eru líklega
aðeins langsóttari: ef hann er sæmilega þungur er til dæmis hægt að nota
hann sem bréfapressu eða til að halda hurð opinni og ef hann er mjúkur
má nota hann fyrir kodda. Hann getur svo haft fagurfræðilegt gildi, verið
fallegur á litinn, ilmað vel og svo að sjálfsögðu verið bragðgóður en þetta
hljóta að teljast kostir ef hann er ætlaður til átu.
Eitt mögulegt viðhorf er að þessir eiginleikar brauðhleifsins sem ég
hef talið upp, sem reyndar vill svo til að við myndum líklega líta á sem
jákvæða, geri það að verkum að brauðhleifurinn sé í sjálfu sér góður. Hann
búi yfir gæðum eða gildi jafnvel óháð því hvað okkur finnist um hann. Það
mætti kannski orða það svo að þessi brauðhleifur sé einfaldlega gæðagrip-
ur, alveg óháð nokkru mati á honum eða afstöðu til hans. Þetta viðhorf
getum við kennt við Platon. Gildi hlutarins kemur frá honum sjálfum og
er í honum sjálfum.
Til að finna dæmi um annað sjónarhorn getum við litið til Georgs
Simmel. Í bók sinni Heimspeki peninganna, sem kom út um aldamótin
1900,3 setur hann meðal annars fram hugmyndir sínar um í hverju gildi
hlutanna felist. Samkvæmt Simmel er gildi hlutanna huglægt í þeim skiln-
ingi að það er frá okkur komið. Við gefum hlutunum gildi með löngun
okkar í þá. Löngunin beinist að einhverjum eiginleikum sem hluturinn
hefur þannig að það er eitthvað í hlutnum sem er orsök þess að okkur
langar í hann og við eignum honum gildi. Þess vegna segir Simmel að
hlutir hafi innra gildi, ólíkt peningum, sem ég kem betur að síðar. Eins og í
fyrra tilfellinu er gildi hlutarins í honum, það er innra gildi, en það er ekki
tilkomið með sama hætti.4 Þessi notkun á hugtakinu 'innra gildi' er talsvert
ólík þeirri sem ég kenndi við Platon. Gildi hlutarins samkvæmt Simmel er
tilkomið með mati okkar á honum og sumir gætu viljað kalla það ytra gildi.
Moore lagður í það, en hann hélt því fram að innra gildi væri ósmættanlegt (G. E.
Moore, Principia Ethica, Cambridge: Cambridge University Press, 1903), sem síðar
leiddi til efasemda af ýmissa hálfu um möguleikann á innra gildi. Það sem skiptir
máli í samhenginu hér er að gildið sem átt er við er í hlutnum og er af þeim sökum
kallað „innra gildi“.
3 Georg Simmel, The Philosophy of Money, ritstj. david Frisby, þýð. Tom Bottomore
og david Frisby, 3. útg., London og New york: Routledge, 2004.
4 Sama heimild, bls. 79–82.
BLÓðSyKUR, ViNNUViKUR, MæLiSTiKUR