Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 67
66
peningar eru notaðir. Þessi kvarði getur aðeins verið megindlegur. Simmel
segir að þegar peningalegt gildi sé notað til að mæla gildi hluta þá sýni það
ekki fjölbreytileika þeirra, fjölbreytnin útvatnist og allt verði eins:
Jöfnun hlutanna við peninga smættar huglægan áhuga fyrst í til-
tekna eiginleika þeirra og síðar í hlutina sjálfa. Framleiðsla á ódýru
drasli er, eins og ætla má, hefnd hlutanna fyrir að hafa með skeyt-
ingarleysi verið velt úr sessi miðpunktsins (bls. 394).
Hið eigindlega gildi, sem alltaf er einstakt eftir því sem hlutirnir eru ólíkir,
verður að umbreytast í eitthvað megindlegt ef það er mælt með slíkum
kvarða. Simmel heldur því fram að peningar feli í sér að gildi ólíkra hluta
sé sett fram sem eitt og hið sama og afleiðingin verði að ólíkir og ósam-
mælanlegir hlutir séu sagðir jafngildir. Peningar verði því alltaf ópersónu-
legur mælikvarði. Á hinn bóginn væru peningar frelsandi að því leyti að sá
sem eignaðist peninga öðlaðist aukið frelsi með því að skera á tengsl sín
við annað fólk eða hluti.5
Hér hef ég talað eins og peningum hljóti að vera ætlað að vera mæli-
kvarði á innra gildi hlutarins. En það blasir auðvitað ekkert við. Auk þess
má skilja innra gildi á mismunandi vegu, eins og fram hefur komið. Oft
er litið svo á að peningar séu ekkert síður mælikvarði á eftirspurnina eftir
vörunni og þá í raun á ytra mat á viðkomandi hlut. Það er ekki aðeins hið
eigindlega gildi hlutanna sem gerir megindlegu mælingarnar erfiðar held-
ur virðist raunin vera sú að það verð sem fæst fyrir vöru ráðist af ýmsu öðru
en einhverju sem við gætum mögulega kallað innra gildi hennar. Ýmsir
þættir koma við sögu við að ákvarða gildið og hafa áhrif á það. Þegar varan
er búin til er lagt til efni sem hefur kostað eitthvað, eitthvað hefur verið
lagt í hönnun vörunnar, vinna er lögð í að búa vöruna til, svo þarf að setja
hana í viðeigandi umbúðir, flytja hana í verslun, markaðssetja og auglýsa,
reka verslunina og svo framvegis. Þetta eru allt atriði sem kynnt væru til
sögunnar sem grundvallaratriði á rekstrarnámskeiði. Umfram allt væri svo
líklega sagt að ef enginn fengist til að kaupa vöruna þá væri allt til einskis
unnið. Hér er komin til sögunnar enn ein leiðin til að meta vöru: Það hve
mikið hefur verið lagt í hana, öll vinnan, efnið og þess háttar.
Vissulega má ætla að samhengi sé á milli þess að mikið hafi verið lagt
í hönnun vörunnar og hráefni og að vandað sé til verka við hana og þess
að hún komi að miklu gagni, hafi mikið fagurfræðilegt gildi eða eitthvað
5 Sama heimild, bls. 395–408.
eyJa M. BRynJaRsdóttiR