Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 68
67
slíkt. Og svo má telja líklegt að einhvern langi í grip sem er þessum kostum
búinn. En þrátt fyrir að það sé líklegt samband milli þessara þriggja þátta
þá er ekki nauðsynleg fylgni milli þeirra. Gagnslausir hlutir sem lítið hefur
verið lagt í verða stundum vinsælir, það er hægt að búa til gagnlega hluti
með lítilli fyrirhöfn og stundum langar engan í hlut sem mikið hefur verið
lagt í.
Því er í raun enn ósvarað hér hvort varan hafi eitthvert tiltekið gildi
sem peningunum sé ætlað að mæla með því að reikna út verðgildi hennar.
Vissulega er oft talað þannig. Oft er talað um að rétt sé að greiða mikið
fyrir vandaða gæðavöru og þegar við fáum góðan grip á tilboði, útsölu, eða
með afslætti göngum við út frá að við höfum í raun greitt of lítið miðað við
„raunverulegt gildi“ hlutarins. Eins reyna sölumenn oft að sannfæra vænt-
anlegan kaupanda um að greiða hærra verð á þeim forsendum að söluvaran
sé „í raun“ meira virði en sú upphæð sem kaupandinn hefur boðist til að
greiða. Þarna er að minnsta kosti verið að ganga út frá að varan hafi eitt-
hvert fast innra gildi sem eigi að geta ákvarðað hið rétta verð hennar og að
kaupandi sem greiði lægra verð fyrir hana sé þá að greiða eitthvað annað
en rétt verð og hafi heppnina með sér. Þetta hjálpar okkur þó ekkert við
að átta okkur á því hvað það er sem ákvarðar þetta raunverulega gildi. Er
það löngunin í hlutinn, sem Simmel talaði um, eða er það vinnan við að
búa hlutinn til?
Við getum auðvitað hugsað okkur að eftirspurnin eftir vörunni hljóti
að endurspegla hve mikið hafi verið lagt í hana. Hlýtur ekki vönduð vara
úr gæðahráefni að þykja eftirsóknarverðari en lítilfjörlegt drasl? Ef málið
er skoðað betur sést að ótalmargt getur valdið misræmi milli eftirspurnar
á markaði og tilkostnaðarins við framleiðslu vörunnar. Við gætum haft
mikið fyrir að búa til vöru, úr hráefni sem einnig er mikil vinna að afla,
og á endanum verið búin að kosta til miklu þegar gripurinn væri loksins
tilbúinn. Svo kviknar í og hinn dýrmæti hlutur skemmist þannig að eng-
inn hefur áhuga á að kaupa hann. Annað dæmi gæti verið offramboð: við
gætum framleitt hluti með miklum tilkostnaði en kæmumst svo að því að
margir aðrir hefðu fengið sömu hugmynd. Framboðið yrði þá of mikið
miðað við eftirspurn. Á hinn bóginn hefur stundum orðið mikil eftirspurn
eftir sjaldgæfum gripum, alveg óháð því hve erfiðir þeir eru í framleiðslu.
Þannig má segja að við mat á verðgildi togist það á hvað neytandi
er tilbúinn til að borga fyrir vöru og hvað seljandinn vilji fá fyrir hana.
Stundum eru aðstæður þannig að neytandinn getur haft talsverð áhrif á
BLÓðSyKUR, ViNNUViKUR, MæLiSTiKUR