Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Qupperneq 70
69
út frá því að við eigum að vinna fyrir laununum okkar eða að það sé ein-
hvers konar innistæða fyrir peningagreiðslu. Sá sem er látinn fá peninga
þarf að eiga þá skilið. Þegar betur er að gáð er það þó ekki alls kostar rétt
að við förum alltaf eftir þessu. Fólk erfir til dæmis peninga án þess að hafa
nokkuð til þess unnið og fær happdrættisvinninga. Eins virðist fólk ekki
endilega gera athugasemdir við skjótfenginn gróða sem fenginn er með
útsjónarsemi án þess að beinlínis hafi verið unnið fyrir honum. Þannig
virðast til dæmis klækir, skynsemi og sniðugheit geta komið í stað vinnu,
sé eitthvað að marka almenningsálitið. Hins vegar getur verið snúnara að
koma auga á hvernig gildi er skapað með þeim hætti, nema mögulega ef
farið er út í kenningar á næsta stigi fjármálasviðsins um sköpun auðs með
auði, sem sumar geta talist vafasamar.
En hin útbreidda hugmynd er sem sagt að til þess að fá peninga eigi
viðkomandi að verðskulda þá, hvort sem það er með vinnu eða með því að
hafa verið „sniðugur“. Þetta sést til dæmis líka þegar skoðuð er afstaða til
hugmynda um að gefa fátæku fólki peninga. Vissulega er stuðningur við
neyðarhjálp nokkuð útbreiddur, það er að segja að fólk virðist almennt ekki
andsnúið því að þar sem neyðarástand ríki sé hungruðum gefinn matur og
fólki séð fyrir helstu nauðþurftum, að minnsta kosti um skamman tíma. En
þegar hugmyndir hafa verið settar fram um að gefa fólki beinlínis peninga
án þess að neitt sérstakt hangi á spýtunni virðast margir fyllast efasemdum.
Er fólki sem ekki hefur unnið sér inn fyrir peningunum treystandi fyrir
þeim? Myndi það ekki bara eyða þeim í einhverja vitleysu? Er ekki betra
að lána peningana? Eða nota peningana til að kaupa skynsamlega hluti
handa fólkinu til að tryggja að peningarnir fari ekki í vitleysu? Verður fólk
ekki bara latt af því að fá peninga gefins? Nefna má að ýmsar tilraunir hafa
verið gerðar með að gefa fé til hjálpar fátækum, bæði með og án skilyrða
um það hvernig verja megi fénu, í ýmsum löndum heims og reynt að fylgj-
ast með árangrinum. Svo virðist sem það hafi gefið nokkuð góða raun,
en rannsóknir á þessu eru allar fremur skammt á veg komnar og ef til vill
ótímabært að draga of miklar ályktanir.6
6 Sem dæmi um rannsóknir þar sem vel er látið af skilyrðislausum peningagreiðslum
og áhrifum þeirra má nefna Johannes Haushofer og Jeremy Shapiro, „Household
Response to income Changes: Evidence from an Unconditional Cash Transfer
Program in Kenya“, óútg. grein, 2013, https://www.princeton.edu/~joha/publica-
tions/Haushofer_Shapiro_UCT_2013.pdf; Peter Chaudry, „Unconditional cash
transfers to the very poor in central Viet Nam: is it enough to "just give them the
cash"?“, What Works For The Poorest?: Poverty Reduction Programmes for the World's
Extreme Poor, ritstj. david Hulme, david Lawson, imran Matin og Karen Moore,
BLÓðSyKUR, ViNNUViKUR, MæLiSTiKUR