Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 72
71
slíkt myndi ýta undir ýmsa lesti. Á endanum þyrfti vinnusamt, samvisku-
samt og gott fólk að halda öllu kerfinu uppi meðan ónytjungarnir ferð-
uðust frítt með og fengju allt fyrir ekkert. Jafnvel heyrast raddir um að fólk
eigi ekki skilið að fá peninga nema hafa unnið fyrir þeim.
Í grein sinni „Wickedness, idleness, and Basic income“ svarar doris
Schroeder röksemdum af þessu tagi. Hún talar meðal annars um að
áhyggjur af iðjuleysi virðist af mörgum ástæðum vera ýktar. Vissulega geti
skilyrðislaus grunnframfærsla orðið til þess að fólk geti lifað þokkalegu lífi
án þess að fá sér vinnu, enda sé það einmitt tilgangur hennar. Þannig geti
hún í einhverjum tilvikum ýtt undir iðjuleysi, sé það skilið sem það sama
og atvinnuleysi. Hins vegar sé ekkert augljóslega slæmt við það í sjálfu
sér að vera atvinnulaus; manneskja sem er atvinnulaus sé ekki af þeirri
ástæðu einni verri en annað fólk eða líklegri til að brjóta af sér. Hins vegar
megi svo spyrja hvort atvinnuleysi geti leitt til annað hvort vanlíðunar eða
afbrotahegðunar. Í því samfélagi sem við þekkjum megi vissulega finna
orsakasamband en við lifum í samfélagi þar sem atvinnuleysi fylgja óör-
uggar tekjur og þar með skertir möguleikar á grunnframfærslu, mikið óör-
yggi og auk þess fylgi því niðurlæging og vonleysi. Í samfélagi þar sem fólk
fengi skilyrðislausa grunnframfærslu er engan veginn gefið að þessir þættir
myndu fylgja atvinnuleysi og því sé afar erfitt að draga nokkrar ályktanir
um hvers konar hegðun myndi fylgja atvinnuleysi í slíku samfélagi.9
En hvað með iðjuleysið sem slíkt? Er ekki vinnusemi dygð og iðjuleysi
löstur? Schroeder minnir á orð Mahatmas Gandhi um að fyrir hvern sem
lifi við iðjuleysi sé einhver sem þurfi að vinna tvöfalt.10 Samkvæmt þess-
um hugsunarhætti er ákveðið magn vinnu í heiminum sem þarf að inna
af hendi. Slái einhverjir slöku við þurfi aðrir að taka á sig meiri byrðar
og þannig verði vinnunni misskipt. Hér virðist líka gengið út frá því að
vinna sé ekki ánægjuleg og að hún sé erfið, eða í það minnsta að sá sem
sleppi því að vinna hafi það betra en sá sem vinnur, að öllu öðru jöfnu. Ef við
hugsum okkur erfitt og leiðinlegt verk er vissulega auðvelt að samþykkja
þetta. Hugsum okkur að við lendum til dæmis í að skrúbba skítugt gólf í
stórum sal, skríðandi á hnjánum, og að á meðan sé einhver annar sem fylg-
ist bara með og gerir ekki neitt. Vissulega virðist eitthvert óréttlæti í því.
Eða hugsum okkur að tvær manneskjur eigi að draga saman þungan vagn
upp brekku. Þegar upp brekkuna er komið er önnur þeirra kófsveitt en hin
9 Sama heimild, bls. 4–5.
10 Sama heimild, bls. 5.
BLÓðSyKUR, ViNNUViKUR, MæLiSTiKUR