Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 73
72
hlær og játar að hún hafi bara þóst vera að draga en ekki gert neitt í raun
heldur bara látið hina um alla vinnuna.
Í þessum dæmum er ekki gert ráð fyrir að hinir vinnandi fái neitt auka-
lega fyrir það, sem er reyndar gert ráð fyrir í hugmyndinni um skilyrð-
islausa grunnframfærslu. Þótt hinir atvinnulausu fái greiðslur er gert ráð
fyrir að hinir vinnandi fái greitt meira, en í dæmunum hér að framan er
ekki um slíkt að ræða, heldur er forsendan að allt annað sé jafnt, báðir fá
greitt jafnmikið. Málið snýst þá um það að hinir atvinnulausu séu að kom-
ast undan einhverri skyldu, að svíkjast um eða fá eitthvað sem þeir eiga
ekki skilið; þarna eigi sér stað ranglæti.
Út frá rökum á borð við þessi mætti hugsa sér að iðjuleysi feli í sér svo
mikið ranglæti að rétt sé að tala um það sem illsku. Schroeder andmælir
því og segir að til að hægt sé að færa slík rök þurfi fyrst að gefa sér eftirfar-
andi fjórar forsendur:
Í fyrsta lagi er tiltekið magn af vinnu í heiminum. Í öðru lagi er
þátttaka allra nauðsynleg til þess að sinna verkunum. Í þriðja lagi er
vinna ógeðfellt böl. Í fjórða lagi ætti af sanngirnisástæðum að dreifa
vinnunni jafnt.11
Schroeder heldur því fram að við höfum góðar ástæður til að draga allar
þessar forsendur í efa. Hvað aðra forsenduna varðar þá sé samfélagsþróunin
á þann veg að ekki sé þörf á þátttöku allra á vinnumarkaðnum. Samfélögum
með nokkurt atvinnuleysi, þar sem fólk fer snemma á eftirlaun, með stutta
vinnudaga, með öðrum orðum þar sem hátt hlutfall fólks er ekki á vinnu-
markaði, farnist nokkuð vel í efnahagslegu tilliti.
Schroeder segir þriðju og fjórðu forsendurnar vera nátengdar. Ef það
er rétt að vinna sé ógeðfellt böl þá megi vissulega telja það sanngjarnt að
dreifa henni jafnt. En er vinna ógeðfellt böl? Þetta virðist mismunandi
eftir því um hvernig vinnu er að ræða. Sum verk eru vissulega álitin byrðar,
t.d. verk sem þykja niðurlægjandi, verk sem fylgir vond lykt eða verk sem
fela í sér mikla endurtekningu. Jafnframt eru heimilisstörf meðal þeirra
verka sem eru einna óvinsælust, en oftast er ekki greitt fyrir þau. Sum
þessara verka eru samt mikilvæg fyrir samfélagið, jafnvel bráðnauðsynleg.
Á hinn bóginn eru mörg verk þannig að fólk nýtur þess að vinna þau. Þau
eru síður en svo ógeðfelld og þykja alls engin byrði. Eitt sem má teljast
11 Sama heimild, bls. 6.
eyJa M. BRynJaRsdóttiR