Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Side 77
76
kveðið á um að meðalstór karlkyns þræll sé jafngildur 12 kýrgildum, eða
12 aurum silfurs. Sé þrællinn mjög stór og sterkur er hann tvöfalt verð-
mætari. Ambátt er hins vegar minna virði, 8 kýrgildi eða 8 aura silfurs, en
12 sé hún ætluð sem hjákona. Þetta er svo einnig hægt að meta í sauðum,
geitum, hrossum og álnum vaðmáls, svo eitthvað sé nefnt. Hér má velta
fyrir sér að hve miklu leyti vinnuaflið eitt er selt og að hve miklu leyti er
um að ræða heilt mannslíf. Frá sjónarhóli þrælahaldara, hvort sem um er
að ræða þann sem selur þræl og verðleggur eða þann sem kaupir, virðist
málið fyrst og fremst snúast um vinnuafl. Verðlagningin snýst um þá vinnu
sem þrællinn á eftir að inna af hendi í framtíðinni og það að um sé að ræða
manneskju er aukaatriði og jafnvel alveg litið fram hjá því, nema það komi
málinu beint við og gagnist í þeim störfum sem þrælnum er ætlað að sinna.
Frá sjónarhóli þrælsins horfa hlutirnir auðvitað öðruvísi við: þar liggur
lífið við.
Hugmyndir um verðlagningu á vinnuafli má líka finna í því sem við
köllum skaðabætur nú til dags, sem gjarnan eru reiknaðar út frá ætluðum
atvinnumissi þess sem verður fyrir skaðanum. Bætur af svipuðum toga
er að finna í lögum frá miðöldum, svokallaðar mannbætur, þegar gjalda
þurfti tiltekna upphæð fyrir mannslíf. Ef einhver varð valdur að varanleg-
um skaða á líkama annars var einnig til nákvæmur taxti fyrir hina ýmsu
líkamshluta. Væntanlega er það einföldun að halda því fram að bætur fyrir
skaða, hvort sem er nú á dögum eða á miðöldum, snúist aðeins um skerta
atvinnugetu, en hún kemur að minnsta kosti við sögu.
Silfur er silfur og peningar eru silfur
Eins og fram hefur komið hér að ofan er vægast sagt flókið að ætla sér að
nota peninga sem mælieiningu fyrir vinnu, enda virðast nýjar spurningar
vakna í hvert sinn sem einni er svarað. Auk þess liggur ekki fyrir hvernig
ætti að stilla mælikvarðann. Hér verður litið á tilraun til skýrrar afmörk-
unar á mælikvarðanum.
Undir lok 17. aldar kom upp kreppa á Englandi sem lýsti sér í skorti
á reiðufé. Aðdragandi hennar var talsvert ólíkur þeim sem við eigum að
venjast þegar við tölum um kreppur í dag. Á 17. öldinni var í notkun
tvenns konar mynt hjá Englendingum, gullmynt og silfurmynt. Þegar líða
tók á öldina fór markaðsverð á gulli að falla en silfur hækkaði hins vegar.
Svo fór að ensku gullpeningarnir voru á yfirverði miðað við gull í lausasölu
af sömu þyngd en silfurpeningarnir á undirverði. Þetta þýddi að gull sem
eyJa M. BRynJaRsdóttiR