Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 78
77
ekki var í formi myntar, til dæmis gullstangir, var ekki eftirsótt og þeir
sem áttu gullmuni drifu gjarnan gullið sitt inn til myntsláttu því þannig
var það meira virði. Öfugu máli gegndi með silfrið; silfur var eftirsótt í
nágrannalöndunum og verðmeira á öðru formi en sem ensk mynt. Einn
enskur silfurskildingur vó einn fimmta úr únsu en únsu af silfri var hægt að
selja fyrir meira en fimm skildinga, til dæmis í Frakklandi.17
Margir Englendingar tóku því upp á að skafa eða klippa utan af silfur-
peningum og selja afskurðina og jafnvel að bræða peningana niður. Þetta
olli því að um og upp úr 1690 hafði silfurpeningum í umferð fækkað veru-
lega og þeir sem eftir voru höfðu rýrnað, margir vógu nú aðeins rúmlega
einn tíunda úr únsu í staðinn fyrir einn fimmta. Silfurpeningar voru þeir
peningar sem voru mest notaðir, til dæmis til að greiða hermönnum og
fleirum laun, og í daglegri verslun með vörur.18 Skortur á silfurpeningum í
umferð olli því umtalsverðum vandræðum. Eins var ekki auðvelt að útvega
silfur til myntsláttu, enda vildu þeir sem áttu silfur í lausu miklu heldur
selja það til annarra landa.19
William Lowndes, fjármálaráðherra, taldi að lítið dygði að slá bara
fleiri silfurskildinga sömu gerðar og áður því fyrirsjáanlegt væri að eins
færi þá fyrir þeim og hinum fyrri sem bræddir hefðu verið eða klipptir.
Hann lagði til gengisbreytingu þannig að í staðinn fyrir að fimm skild-
ingar væru slegnir úr únsu af silfri yrði skildingurinn hafður léttari og
fleiri skildingar slegnir úr únsunni. Lowndes var því að leggja til hækkun á
nafnvirði silfurpeninga. Þegar þessi hugmynd var til umræðu meðal hinna
ýmsu álitsgjafa bárust einkar neikvæðar umsagnir frá heimspekingnum
John Locke. Hann sendi frá sér tvo bæklinga, „Some Considerations of
the Consequences of the Lowering of interest and the Raising the Value
of Money“20 og „Further Considerations Regarding Raising the Value of
17 Joyce Oldham Appleby, „Locke, Liberalism and the Natural Law of Money“,
Past & Present 71/1976, bls. 43–69; daniel Carey, „Locke’s Species: Money and
Philosophy in the 1690s“, Annals of Science 70 (3)/2013, bls. 357–380.
18 Í smávöruverslun eins og með matvæli og þess háttar voru silfurpeningarnir reyndar
of mikils virði til að vera brúklegir. Þar var gjarnan notast við peninga eða merki úr
ódýrum málmum eða viði sem búin voru til af kaupmönnum eða kráareigendum í
hinum ýmsu bæjum og hverfum. Sjá deborah Valenze, The Social Life of Money in
the English Past, Cambridge: Cambridge University Press, bls. 35–38.
19 Joyce Oldham Appleby, „Locke, Liberalism and the Natural Law of Money“;
daniel Carey, „Locke’s Species: Money and Philosophy in the 1690s“; deborah
Valenze, The Social Life of Money in the English Past.
20 John Locke, Some Considerations of the Consequences of the Lowering of Interest and
the Raising the Value of Money, London: 1691.
BLÓðSyKUR, ViNNUViKUR, MæLiSTiKUR