Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 79
78
Money“ þar sem hann beitti sér gegn þessum hugmyndum. Samkvæmt
Locke hefur silfur, ásamt öðrum verðmætum málmum, innra gildi, sem
er einmitt það sem gerir það svo heppilegt sem efni í peninga. Að ætla að
hækka verðgildi þess með því að láta nýja léttari silfurskildinga hafa sama
nafnvirði og þá sem höfðu verið af eldri gerðinni er hugmynd sem honum
þykir fráleit. Gildið er eitthvað sem er silfrinu eiginlegt, það er fast, og að
ætla að hækka það felur í sér að reyna að breyta einhverju sem er ekki hægt
að breyta. Silfur hefur gildi sitt sem verðmætur málmur vegna eiginleika
sinna og vegna þess að það er tiltölulega sjaldgæft og það mun ekki breyt-
ast, þetta eru fastir eiginleikar silfurs sem festir svo gildi peninganna.
Hugmyndir Lockes um innra gildi góðmálma eru ekki hefðbundnar
hugmyndir um innra gildi. Hann lítur ekki svo á að gildi góðmálmanna
hafi alltaf verið til staðar heldur telur hann að mennirnir hafi á einhverju
stigi sammælst um að veita þessum málmum tiltekið gildi vegna þess að
þeir hafi ákveðna þýðingu fyrir þá, þeir séu sjaldgæfir, þá megi nota á tiltek-
inn hátt og þess háttar. Silfur hefur þannig hlotið það gildi sem það hefur
gegnum mat okkar mannanna á því, samkvæmt Locke, og hefur því það sem
hann kallar ímyndað gildi (e. imaginary value). En hann telur að um leið og
þetta hafi gerst þá sé það búið og gert, nú sé þetta orðið að gildinu sem silfur
hefur: innra gildi þess sem ekki verður breytt með sveiflum á markaði.
Locke heldur því fram að það eigi ekki að skipta máli hvort silfur sé á
formi stanga eða myntar, gildið felist í málminum sem slíkum og únsa af
silfri hljóti alltaf að vera jafn verðmæt og únsa af silfri:
Það blasir því við, að jafnt magn silfurs hefur alltaf jafnt gildi og
jafnt magn silfurs.
Þetta er það sem heilbrigð skynsemi, rétt eins og markaðurinn,
kennir okkur. Því að silfur er allt samt að eðli og gæðum, hafandi allt
hina sömu eiginleika. Ekki er annað mögulegt en að sé það jafnt að
magni þá hafi það sama gildi. Því ef við leyfum að minna magn af
einhverri nytjavöru hafi jafnt gildi á við meira magn af sams konar
nytjavöru, þá hlýtur það að vera vegna einhvers góðs eiginleika sem
það hefur sem hitt skortir. En þegar silfur er borið saman við silfur
er ekki um slíkan mun að ræða.21
21 John Locke, Further Considerations concerning Raising the Value of Money Wherein Mr.
Lowndes's Arguments for It in His Late Report Concerning an Essay for the Amendment
of the Silver Coins, Are Particularly Examined, London: Awnsham and John Churchil,
1695.
eyJa M. BRynJaRsdóttiR