Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 84
83
Bergljót soffía Kristjánsdóttir,
guðrún steinþórsdóttir
og sigrún Margrét guðmundsdóttir
„mér fanst eg finna til“
Um empírískar rannsóknir á bókmenntum
og tvær kannanir á tilfinningaviðbrögðum
við lestur frásagna
Inngangur
Íslenskir bókmenntafræðingar eru ekki þekktir fyrir rannsóknir á við-
brögðum lesenda við skáldskap. Fram til þessa hafa þeir – ef mál eru nokk-
uð einfölduð – einkum unnið hver í sínu horni með viðteknum aðferðum,
greint, túlkað og metið stök bókmenntaverk; rætt um mörg verk samtímis
(stundað samanburðarbókmenntir á ýmsum sviðum) og sett fram kenn-
ingar um skáldskap, bókmenntasögu og menningu.
Erlendis hefur hópur bókmenntafræðinga hins vegar unnið ötullega
að rannsóknum á viðtökum skáldskapar síðastliðna áratugi með ýmsum
aðferðum og í tengslum við fræðimenn í öðrum greinum. Þeir hafa með
öðrum orðum beint sjónum að raunverulegum lesendum – þeim sem
gjarna eru kallaðir „almennir lesendur“, skilgreiningarlaust.1 Í hópi þeirra
sem hafa áhuga á slíkum rannsóknum eru þeir sem sinna hugrænum fræð-
um (e. cognitive science) og telja lykilatriði að hugað sé að því hvernig vits-
munastarf markar skáldskap allt frá höfundum hans til lesenda.
Hérlendis hafa rannsóknir á lestri bókmennta einkum snúist um
hversu mikið fólk les, samanber áratugalangar rannsóknir Þorbjörns
Broddasonar.2 Undanfarin ár höfum við sem þetta ritum og fáumst allar
1 Ef flett er upp í hinum stóra gagnabanka timarit.is má finna dæmi um hvernig orðin
„almennir lesendur“ hafa verið notuð í umræðu um bókmenntir. Nauðsynlegt væri
hins vegar við tækifæri að kanna þau í sjónvarps- og útvarpsefni eftir því sem kostur
er á svo að ekki sé talað um skrif á netinu. Það rúmast hins vegar ekki innan ramma
þessarar greinar. – Tilvitnun í heiti greinar, sjá Sigurður Grímsson, „Gestur“, Við
langelda, Reykjavík: [útg. ekki getið], 1922, bls. 52.
2 Þær snúast reyndar einnig um fjölmiðlanotkun, sjá t.d. Thorbjörn Broddason,
Kjartan Ólafsson og Sólveig Margrét Karlsdóttir, „The Extensions of youth: A long
term perspective“, Children and Youth in the Digital Media Culture, ritstj. Ulla Carls-
Ritið 3/2015, bls. 83–111