Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 87
86
Allar götur síðan þeir Schmidt og Groeben viðruðu hugmyndir sínar
hafa menn víða um heim fengist við empírískar rannsóknir á bókmennt-
um og alþjóðasamtök um þær (internationale Gesellschaft für empirische
Literaturwissenschaft (iGEL)) voru stofnuð árið 1987.
innan samtakanna má greina þrjá hópa sem hafa nokkuð ólíka afstöðu
til viðfangsefnisins. Í fyrsta lagi er hópurinn í kringum Schmidt sem kenna
má við félagslega hugsmíðahyggju (e. social constructivism) og beinir sjón-
um einkum að heimspekilegri og fræðilegri – eða umfræðilegri (e. meta-
theoretical) frumvinnu; í öðru lagi er hópurinn í kringum Groeben sem
hugar einkum að aðferðafræði og loks hópur, ekki síst sálfræðinga, sem
starfar öðru fremur í Norður-Ameríku og leggur áherslu á hagnýtar rann-
sóknir (e. applied research).9 Þessa hópa greinir á um ýmislegt og menn
innan samtakanna eru jafnvel ekki á einu máli um hvað séu empírískar
bókmenntarannsóknir; eru það þær rannsóknir einar þar sem sannreyna
má staðreyndir með tilraunum í rauntíma eða er hugtakið víðara, sbr. að
ýmsar greinar svokallaðra empírískra vísinda er ekki unnt að sannreyna
með þeim hætti (t.d. heimsfræði)?10
En þó að einhugur ríki ekki á öllum sviðum innan iGEL, hafa sam-
tökin eflst og samstarf fólks úr ólíkum greinum eins og bókmenntafræði
og sálfræði skilað merkilegum verkum (t.d. verkum tvíeykjanna Marisu
Bortolussi og Peters dixon; davids S. Miall og dons Kuiken).11 Að auki
hafa verið settar fram gagnlegar tillögur um hvernig sníða megi vankanta
af megindlegum bókmenntarannsóknum – sem liggja undir ámæli fyrir
9 Sjá Gerard Steen, „A historical view of empirical poetics: Trends and possibilities“,
Empirical Studies of the Arts 1/2003, bls. 51–67, hér eftir Paul Sopčák, „Theoreti-
cal and philosophical perspectives: introduction“, Directions in Empirical Litera-
ry Studies: In honor of Willie van Peer, ritstj. Sonia Zyngier, Marisa Bortolussi,
Anna Chesnokova og Jan Auracher, Amsterdam og Philadelphia: John Benjamins
Publishing Company 2008, bls. 3–4, hér bls. 3.
10 Sbr. Uri Margolin, „Studying Literature and being empirical: A multifaceted conj-
unction“, bls. 7–19, hér bls. 9.
11 Sjá t.d. Marisa Bortolussi og Peter dixon, Psychonarratology: Foundations for the
Em pirical Study of Literary Response, Cambridge og New york: Cambridge Uni versity
Press 2003 og david S. Miall og don Kuiken „Foregrounding, defamiliariza tion,
and Affect Response to Literary Stories“, Poetics 5/1994, bls. 389–407; sömu,
„Beyond text theory: Understanding literary response“, Discourse processes 3/1994,
bls. 337–352, sömu „The form of reading: Empirical studies of literariness“,
Poetics 6/1998, bls. 327–341 og sömu, „Shifting Perspectives: Readers’ Feelings
and Literary Response“, New Perspectives on Narrative Perspective, ritstj. Willie van
Peer og Seymour B. Chatman, Albany N.y.: State University of New york Press
2001, bls. 289–301.
Bergljót Soffía • guðrún • Sigrún Margrét