Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Qupperneq 90
89
Psychonarratology, en í henni ræða þau líkön af ýmsu tagi. Hann vekur líka
athygli á að bókmenntafræðingar fáist óspart og hafi fengist við hið emp-
íríska án þess að nefna það því nafni: Þeir kanna t.d. ólík handrit tiltekins
verks sama höfundar til að glöggva sig á tilurðar- eða sköpunarsögu þess;
þeir fara yfir viðtökur verka, þ.e. safna staðreyndum um þær úr ýmsum
miðlum, og síðan á 19. öld hafa þeir löngum kannað sögu miðaldahandrita
og aflað ýmissa staðreynda um þau með það fyrir augum að finna ,upp-
runalega gerð‘ tiltekins texta.18 Grein Margolins vekur lesendur þannig
ekki aðeins til umhugsunar um ýmsar viðteknar skilgreiningar á emp-
írískum bókmenntarannsóknum og kemur með tillögur um hvernig megi
standa að slíkum rannsóknum heldur beinir sjónum manna að því að hið
empíríska er sjálfsagður þáttur í bókmenntarannsóknum almennt.
En hvað er þá frekar um þverfaglegt samstarf að segja? Jafnframt því
sem það hefur sótt sig í veðrið við vestræna háskóla síðustu áratugi hafa
félagsvísindi og sálfræði ekki reynst einu greinarnar sem bókmenntafræð-
ingar hafa leitað til. Í hugrænum fræðum hafa menn t.d. óspart nýtt sér
líffræði, ekki síst taugafræði.19 Hópur manna – m.a. með bakgrunn í raun-
vísindum og vísindasögu – er líka tekinn að mæla fyrir fræðasviði sem á
íslensku mætti kannski kalla gagn vísinda (e. Science Matters, SciMat).20
Þar er gengið út frá greinarmuninum á vísindum sem fást við dauð (e.
inanimate), einföld kerfi annars vegar og flókin hins vegar. Mannskepnan
er flókið kerfi og í samræmi við það er talið vert að rannsaka hana, svo og
það sem bundið er skynjun hennar, vitsmunum, skiptum við umhverfið
og annað í þeim dúr. Hugvísindi og félagsvísindi þurfa þá að koma til í
sömu mund og byggt er á niðurstöðum úr taugafræði, eðlisfræði og fleiri
greinum.21
18 Sama rit, t.d. bls. 10 og 12–13.
19 Óvinnandi vegur er að telja upp allt sem hugræn fræði sækja nú um stundir til
taugafræði en hér má minna á fáeina titla sem vitna um tengslin, t.d. George
Lakoff, „The neural theory of metaphor“, The Cambridge Handbook of Metaphor
and Thought, ritstj. Raymond W. Gibbs Jr., Cambridge og New york: Cambridge
University Press 2008, bls. 17–38; david S. Miall, „Neuroaesthetics of literary
reading“, Neuroaesthetics, ritstj. Martin Skov og Oshin Vartanian, Amityville, Ny:
Baywood Publishing 2009, bls. 233–247 og Susie Christensen, „Neurology and
Modernist Literature“, Literature Compass 4/2014, bls. 279–292.
20 Erfitt er að koma tvíræðni erlendu orðanna nákvæmlega til skila á íslensku en „gagn
vísinda“ er veikburða tilraun til þess!
21 Sbr. Lui Lam, „Science Matters, A Unified Perspective“, Science Matters: Hum-
anities as Complex Systems, ritstj. Maria Burguete og Lui Lam, New Jersey, London
og víðar: World Scientific 2008, bls. 1–38 (sjá. t.d. bls. 1). Lam er með prófgráður
„MéR FANST EG FiNNA TiL“