Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 96
95
„MéR FANST EG FiNNA TiL“
Spjald Texti í sögu Svör þátttakanda
Spjald 5 Hann var ekki heldur
einn á ferð, hann hafði
með sér hund, reyndar
gamlan rakka, fjörlítinn
og dálítið sneplóttan, en
það var sama, þetta var
merkishundur. dreng-
urinn lýtur niður að
honum og kjassar hann
með snöggu klappi
eins og einhverri kærri
endurminningu hafi
skotið upp í huga hans.
Nákvæmlega sama,
sveitin.
Spjald 6 Honum hafði ekki lengi
liðið eins vel og síðan
hann kynntist þessum
hundi, og nú var hann
að fara með hann heim í
stutta kynnisför – hálfan
sunnudag í sólskini.
Jájá, þetta er kannski
meira en hin spjöldin.
ég nefnilega eignaðist
einu sinni hund. Þá leið
mér vel.
Spjald 7 Það var gaman, eigin-
lega var það ótrúlega
mikilsvert. Þessi för var
eins konar sigurganga að
loknu löngu stríði, og nú
reið á að hún tækist vel.
Greinilega eitthvað að
fara að gerast.
Spjald 8 Hundurinn var ekki hans
eign, en það gerði svo
sem ekkert til þó sumir
héldu að hann ætti hann.
Ókei, ókei.
Spjald 9 Leiðin var ekki löng,
aðeins yfir þessa móa og
melinn, þá var komið
ofan í fjöru fyrir innan
kaupstaðinn. Þar var líka
sólskin og sunnudags-
litur á öllu.
Þetta er bara svipað og
áður sko, mér finnst
eins og það sé eitthvað í
gangi af því hann á ekki
hundinn.
Spjald 10 Aðeins fjallið hinum
megin við fjörðinn var
svart og varpaði skugga
sínum langt út á sjóinn.“
Þetta er einhver háskaför
greinilega. Þarna er eitt-
hvað að fara að gerast.
Manni finnst eins og það
sé ... Það er ekki lengur
þetta sólskin, nú er bara
skugginn af fjallinu.