Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 98
97
irstaða á leið drengsins, en fjöll, hólar og hæðir eru höfð um hindranir í
daglegu tali, sbr. að eiga á brattann að sækja. Andstæðurnar hreyfing og kyrr-
staða kunna einnig að láta á sér kræla: lesendur hafa skoppað með drengn-
um og hundinum um sveitina þar til þeir mæta allt í einu fjallinu, rígföstu
á sínum stað. Vera má að hreyfiskynið í líkamanum bregðist við kyrrstöðu
fjallsins, og það kann að auka á tilfinningu lesenda fyrir því að hindrun sé
í veginum.31 Almennt lýstu þátttakendur tilfinningum sínum svo að þær
drógu sýnilega dám af aðstæðum sögumanns (þó að orðavalið um tilfinn-
ingarnar væri ekki fengið úr sögunni sjálfri). Ein skýringin kann að vera að
þeir hafi sett sig í spor aðalpersónunnar og fundið til samlíðanar. Það sem
mælir með því er að samsömun með persónu og tilfinningar sem henni
fylgja virðast ein helsta forsenda þess að tilfærsla eigi sér stað.32 Það ber
þó vitaskuld að hafa í huga að þátttakendur vita að þeir eru í rannsókn og
kunna að vilja þóknast rannsakanda. Því er ekki hægt að útiloka að þeir
hafi talið „rétt“ viðbrögð að lýsa tilfinningum sínum svo að þær kölluðust
á við tilfinningar sögupersóna.
Ekki skal fullyrt að hugtakslíkingar hafi haft bein áhrif á tilfærsluna
– nema að því marki sem þær auðvelduðu fólki að setja sér hluti fyrir hug-
skotssjónir – en niðurstöðurnar gefa engu að síður nokkra vísbendingu um
að þær séu prýðilegir fararskjótar fyrir lesendur yfir í frásagnarheima.
Hugarlestur
Hugarlestur er fyrirbæri sem flestir menn stunda á hverjum degi, ef ekki
oft á dag í skiptum sínum við annað fólk af holdi og blóði. En hann nýta
menn líka þegar þeir mæta persónum frásagna og þær lifna við í hugum
þeirra við lestur, áhorf eða hlustun. Hugarlestur hefur meðal annars verið
skilgreindur sem hæfni einstaklinga til að skýra hegðun annarra á grund-
velli eigin hugsana, tilfinninga, langana, reynslu, skoðana og hugmynda.33
31 Ýmsar rannsóknir benda til að samlíðan sé lykilatriði í upplifun fólks af bókmennt-
um og listaverkum. Hún virðist nátengd spegilfrumunum (e. mirror neurons) svo-
kölluðu og byggist á hæfni manna til að líkja eftir hreyfingum annarra og setja sig
í þeirra spor, sjá t.d. david Freedberg og Vittorio Gallese. „Motion, emotion and
empathy in esthetic experience.“ Trends in cognitive sciences 5/2007, bls. 197–203.
Hreyfiskynið var sem vænta mátti ekki mælt sérstaklega í þessari rannsókn en þess
væri þó þörf til að fá frekari upplýsingar.
32 Melanie C. Green, Timothy C. Brock, Geoff F. Kaufman: „Understanding Media
Enjoyment: The Role of Transportation into Narrative Worlds“, bls. 318.
33 Tekið skal fram að hér er lýst hermikenningunni (e. simulation theory) svokölluðu
en ýmsir aðhyllast kenningar-kenninguna (e. theory-theory) sem gerir ráð fyrir að
fólk hafi vald á einhvers konar leikmannasálfræði (e. folk psychological theory) um trú,
„MéR FANST EG FiNNA TiL“