Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 99
98
Hann er jafnan ómeðvituð iðja en þegar menn grípa til hans eigna þeir
manneskju eða persónu ákveðið hugarástand og byggja sér tilgátu um hana
miðað við gerðir hennar eða látæði.34 Lesendur geta því sett saman „inn-
viði“ sögupersóna úr orðum á blaði og því sem rís í þeirra eigin huga.
Þátttakendur í könnuninni á viðbrögðum við „Grimmd“ lögðu greinilega
stund á hugarlestur og virtust jafnframt finna til samlíðanar með aðal-
persónu sögunnar. Tuttugu og sex ára karlmaður las til dæmis eftirfarandi
setningu: „Var það furða þó hann valhoppaði?“ (362) og sagði í því tilliti:
„Já, hann er glaður. Tengi alveg við það.“ Tuttugu og þriggja ára kona
gerir hugarlestrinum nokkuð nákvæm skil þegar drengurinn í sögunni
kemur auga á kvalara sína:
Nú nálgaðist drengurinn börnin hikandi. Hann ætlaði að reyna að
ganga þegjandi framhjá þeim með hundinn sinn og lofa þeim að
undrast. Ekkert skyldi fá hann til að dveljast hjá þeim eða leika sér
við þau. Hann lét ekki gabba sig oftar. Hann var orðinn maður sem
hundur fylgdi – hann skipti sér ekki lengur af krökkum. (364)
Konan lýsir tilfinningunum sem vakna við lesturinn svona:
Finn fyrir svolitlum kvíða og er með hraðan hjartslátt. Hann er
hræddur, hræddur um að hann muni yrða á þau, tala við þau og
að hann hafi ekki stjórn á orðunum og að þau muni líta enn meira
niður á hann. Hann verður pirraður og langar til að öskra á þau en
er hræddur um að hann komi ekki orðunum rétt út úr sér.
Því er svo lýst hvernig börnin umkringja drenginn:
Hvno-hvno með hund! hrópuðu þau og slógu hring um hann. Hvað
heitir hann? Kann hann að sækja í sjó? drengurinn braust þegjandi
út úr hringnum og blístraði á seppa. (364)
Sama kona lýsir líðan drengsins á þennan hátt:
Hann er hræddur um að þau muni meiða hundinn. [Hann] er mjög
hræddur um að hundurinn fari í sjóinn og mjög mikill hjartsláttur
skoðanir og ætlanir annarra og geti því dregið ályktanir af gerðum þeirra. Sjá t.d.
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „að segja frá […] ævintýrum“: Um leynilögreglusög-
una, lestur, hugarkenninguna og söguna „Ungfrú Harrington og ég“, Ritið 3/2013,
bls. 87–118, hér bls. 90–91.
34 Lisa Zunshine, Why We Read Fiction: Theory of Mind and the Novel, Columbus Ohio:
Ohio State University Press 2006, bls. 15.
Bergljót Soffía • guðrún • Sigrún Margrét