Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 100
99
og mikil doðatilfinning í höndunum og höfuðið snýst í hringi og
hann veit ekki hvað hann á að gera.
Ekki verður betur séð en konan hafi gripið til hugarlesturs, vegna þess að
þegar hún er spurð að því í kjölfarið hvers vegna hún viti hvernig honum
líður svarar hún: „Vegna þess að svona líður manni í líkamanum þegar
maður er örvinglaður.“
Hugarlestur og samlíðan tengjast að hluta til sömu svæðum í heilanum
en samlíðanin ein er þó bundin þeim svæðum þar sem tilfinningar og
geðshræringar eiga sér rætur.35 ætla má að hugarlestur geti ýtt undir sam-
líðan með mönnum og þar með stuðlað að tilfærslu, ekki síst vegna þess að
þegar lesandi veltir fyrir sér ætlan sögupersónanna hafa tilfinningar þeirra
tilhneigingu til að hreiðra um sig í líkama hans.
Fjölmiðlar og líðandi stund
Svo virðist sem tilfærsla sé einna helst bundin frásagnarforminu (þá er
bæði átt við „sannar“ frásagnir og þær sem teljast til skáldskapar). Þó að
menn sökkvi sér niður í og geti notið miðlunar sem ekki er sett fram í
frásögn, til dæmis sumra fræðirita, skapar hún ekki heima sem einstakling-
ar geta gengið inn í, og er ólíklegri en frásagnir til að vekja tilfinningar eða
fá menn til að sjá hvaðeina fyrir hugskotssjónum sér.36 Fréttaflutningur
af skelfilegum atburðum sem henda í samtímanum er hins vegar oftar
en ekki í frásagnarstíl. Auk þess virðast fréttir af einstaklingum í samtím-
anum oft samdar sérstaklega til að toga í tilfinningar lesenda (til að krækja
í smelli eða selja áskriftir). Og ef til vill er hið knappa form frétta sem nú
er algengt fellt í tiltekinn stíl til að nokkurs konar skynditilfærsla lesenda
geti orðið inn í heim fréttarinnar – jafnvel bara við lestur fyrirsagnarinnar
einnar og inngangsins að fréttinni.37
Það er alkunnugt að mæti lesendur sömu skálduðu persónunum hvað
eftir annað í frásögnum, tengjast þeir þeim sífellt meira; þeir fara að þekkja
þær og þykir jafnvel vænt um þær. Þá kunna þeir að nota aðstæður persóna
35 Þessi orð eru stundum notuð sem samheiti en heilarannsóknir sýna að ekki er um
sama fyrirbæri að ræða, sjá t.d. Tania Singer, „The neuronal basis and ontogeny
of empathy and mind reading: Review of literature and implications for future
research“, Neuroscience & Biobehavioral Reviews 6/2006: 855–863.
36 M.C. Green, T. C. Brock og Geoff F. Kaufman, „Understanding Media Enjoyment:
The Role of Transportation into Narrative Worlds“, bls. 313–314.
37 Þetta efni þyrfti að kanna sérstaklega en hér veltir rannsakandi einfaldlega vöngum
yfir eigin reynslu.
„MéR FANST EG FiNNA TiL“