Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 101
100
sem þeir þekkja úr frásögnum og reynslu þeirra til að henda reiður á eigin
reynslu eða reynslu persóna í öðrum frásögnum.38 Svo er að sjá sem ein-
staklingar í frásögnum fjölmiðla hafi sömu eða svipuð áhrif, sérstaklega ef
frásögn af sama atburði er ítrekuð eða felld í gamalkunna frásagnarform-
gerð.39 Fréttaflutningur hafði að minnsta kosti áhrif á svör sumra þátttak-
endanna sem lásu „Grimmd“, einkum og sér í lagi fregnir af harmleikjum í
samtímanum. Sárafáir tjáðu sig sérstaklega um heiti sögunnar „Grimmd“.
Fertugur maður sagði þó eftir að hafa lesið það: „ég sé eiginlega bara
morðingja í málefni líðandi stundar.“ Hann átti við mann, sem þá var
á forsíðum allra fréttablaða og –miðla eftir að hafa stungið lögmanninn
Skúla Eggert Sigurz ítrekað á skrifstofu hans.40 Annar þátttakandi, tutt-
ugu og sex ára maður, les setninguna „drengurinn braust þegjandi út úr
hringnum og blístraði á seppa.“ (314) og segir:
ég sé fyrir mér strákinn, hann er að fara að komast fram hjá þeim en
kemst ekki. Mér líður eins og hann ætli að drepa þessi fimm börn.
Er það ekki eitthvað sem gerist oft, brýst út? Svona eins og [nafn
þess sem stakk Skúla]?
Eineltismál voru mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum mánuðina áður
en rannsóknin fór fram. Nokkrir þátttakendur ræddu þau og lýstu sér-
staklega samlíðan með drengnum í sögunni í sömu andrá og þeir vísuðu
til fjölmiðlaumfjöllunar af sorglegu máli drengs sem varð fyrir hrottalegu
einelti nokkru fyrr.41
38 M.C. Green, T. C. Brock og Geoff F. Kaufman, „Understanding Media Enjoyment:
The Role of Transportation into Narrative Worlds“, bls. 317.
39 George Lakoff er meðal þeirra sem hefur sérstaklega rætt um hvernig jafnt
fjölmiðlamenn sem lesendur færa fréttir af þekktum einstaklingum og opinberum
persónum inn í kunnar frásagnarformgerðir. Til dæmis sýndi hann fram á að
fjölmiðlaumfjöllun um Önnu Nicole Smith gengur inn í margar prótótýpískar
frásagnir; nefna má Úr fátækt til frægðar (e. Rags to Riches) -frásögnina og Gull-
grafara (e. Gold Digger) -frásögnina. Sjá George Lakoff, The Political Mind: Why
You Can’t Understand 21st-Century American Politics With an 18th-Century Brain,
New york: Viking Adult 2008, bls. 23.
40 Árásin fór fram 5. mars árið 2012 og fréttaflutningur af málinu var mikill. Skúli
lifði árásina af en lá í marga daga á milli heims og helju á gjörgæsludeild með fimm
stungusár, þar af fjögur sem hvert um sig var talið lífshættulegt. Sjá t.d. Baldur
Guðmundsson og Hanna Ólafsdóttir. dv.is, 8. júní 2012. http://www.dv.is/fret-
tir/2012/6/8/hvad-gengur-ther-til-drengur-spurdi-skuli/. (Sótt 11. ágúst 2015).
41 Sjá t.d. Ritstjórn dV. dv.is, 27.4.2012. http://www.dv.is/frettir/2012/4/27/dagbjart-
ur-hafdi-adur-reynt-ad-fremja-sjalfsvig/. (Sótt 11. ágúst 2015).
Bergljót Soffía • guðrún • Sigrún Margrét