Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 103
102
móðir hans er látin. Begga gamla situr hjá sögumanni og reynir að hugga
hann með orðum, snertingu og nærveru en á þessari stundu reynist hann
óhuggandi.43
Afstaða beggja rannsóknarhópa var afar svipuð þegar kom að því að
nefna hvaða tilfinningar væru ríkjandi í hverjum hluta fyrir sig. Algengustu
tilfinningarnar voru leiði, einmanakennd, óvissa, sorg, depurð, óþægindi,
vanlíðan og hræðsla. Þó menn hafi allajafna verið sammála um tilfinning-
arnar má vissulega greina mun bæði á milli einstaklinga og aldurshópa því
ekki nefna allir sömu tilfinningar þó að þær kunni að vera svipaðar. Eftir
að þátttakendur voru búnir að segja skoðun sína á hverjum hluta fyrir sig
voru þeir beðnir um að gera grein fyrir hvað þeim fyndist um textann í
heild sinni. yngri þátttakendur voru sammála um að textinn væri sorgleg-
ur, lýsti eymd, sársauka, vonleysi og einmanakennd. Margir nefndu að það
væri eins og textinn þróaðist, í upphafi mætti finna jákvæðar og þægilegar
lýsingar sem síðar yrðu sorglegar og daprar. Svipaðar skoðanir komu fram
hjá eldri þátttakendum en þeir töldu textann einnig vera sorglegan og lýsa
einmanakennd. Nokkrir þátttakendur úr eldri hópnum nefndu að textinn
væri ákaflega fallegur og vel skrifaður en á slíkt benti enginn af þeim sem
yngri voru.
Athyglisverðustu viðbrögðin sem komu fram voru við komu Beggu
gömlu inn í söguna:
ég þekki fótatak Beggu gömlu – hún nálgast utan úr myrkum göng-
unum, gengur hægt upp stigann eins og hún bæri eitthvað þungt,
og þrátt fyrir nýgerðan sáttmála okkar drottins lyftist loftslúkan og
hærukollur hennar kemur í ljós. Það er allt grátt í dag: hár hennar,
andlit hennar, augu hennar – og hvers vegna lítur hún þannig á
mig ? (312).
Allir þátttakendur nefndu gráa litinn og voru menn sammála um að hann
boðaði ekki gott og orsakaði þar með óþægindi, leiða og óvissu hjá sögu-
manni. Í framhaldi er því lýst er Begga gamla sest niður hjá sögumanni,
strýkur honum um hár og vanga og tautar „vesalings móðurleysinginn“ og
staðfestir þannig grun sögumanns.
Það var eftirtektarvert að eldri þátttakendur beindu frekar sjónum
sínum að Beggu gömlu og lýstu henni og hlutverki hennar nánar en þeir
43 Gunnar Gunnarsson, Fjallkirkjan, bls. 312–313. Eftirleiðis verður vísað til sög-
unnar með blaðsíðutali einu í sviga.
Bergljót Soffía • guðrún • Sigrún Margrét