Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 104
103
yngri. Eldri þátttakendurnir nefndu hana allir, sögðu hana yndislega og
góða, að sögumanni þætti greinilega vænt um hana og teldi sig öruggan
hjá henni. Þeir sögðu jafnframt að Begga gamla hefði góða nærveru, hún
og sögumaður væru hvort öðru nákomin, hún væri honum góð og vildi
honum vel auk þess sem hún væri honum stoð og stytta í gegnum erfiðleika.
Ólíkt eldri hópnum voru yngri þátttakendur beggja blands í afstöðu sinni
gagnvart Beggu. Sumir tóku í sama streng og eldri þátttakendur en öðrum
fannst gamla konan hafa óþægilega nærveru, vera klaufaleg í tilraunum
sínum til að hugga sögumann, ekki þekkja hann og skapa hjá honum angist
og óþol. Aðeins einn úr eldri hópnum hafði lesið Fjallkirkjuna. Því kann
ástæðan fyrir þessum ólíku viðbrögðum að vera sú að þeir sem eldri eru
samsami sig frekar Beggu gömlu en þeir yngri. Eins má vera að yngri kyn-
slóðin átti sig ekki á tilfinningum Beggu gömlu vegna þess hve fámál hún
er en ungt fólk er sennilega vanara mötun á upplýsingum og opinskáu tali
um tilfinningar en þeir eldri.
Málfríður
Í textabrotinu „Fæðing mín“ rifjar Málfríður Einarsdóttir upp komu sína
í heiminn og segir frá því að tvíburabróðir hennar hafi látist í fæðingu en
móðir þeirra skömmu síðar. Hún lýsir erfiðum aðstæðum fjölskyldunnar,
fátækt og veikindum auk þess sem hún segir frá því að faðir hennar hafi
ekki getað annast hana og því hafi hún verið send í fóstur til ókunnugra
kvenna.44
Báðir rannsóknarhópar nefndu nokkuð áþekkar tilfinningar sem við-
brögð við hverjum hluta fyrir sig eftir lestur á frásögn Málfríðar. Ýmsar
tilfinningar voru nefndar en algengast var að þær væru sorg, hræðsla, leiði,
vanlíðan, óþægindi og höfnunartilfinning. yngri þátttakendur nefndu
gjarnan að sögumaður þjáðist af biturð, reiði og gremju og finna mætti
ásökun í orðum hans en á slíkt benti enginn af eldri þátttakendum.
Eldri þátttakendur greindu gjarnan mikla sorg í textanum og fannst
frásögnin átakanleg og dapurleg og mikið sagt í gagnorðum setningum.
Ein kona úr þeim hópi hafði beinlínis á orði að hún „yrði hálf ill“ af því
að lesa um líf sögumanns. Þrátt fyrir að menn í yngri hópnum væru sam-
mála þátttakendum í eldri hópnum um að aðstæður væru sorglegar og líf
sögumanns erfitt fettu þeir flestir fingur út í frásagnarmátann og fannst
hann koma í veg fyrir að sorgin fengi að njóta sín eða yrði „raunveruleg“
44 Málfríður Einarsdóttir, Samastaður í tilverunni, bls. 28–30. Eftirleiðis verður vísað
til sögunnar með blaðsíðutali einu í sviga.
„MéR FANST EG FiNNA TiL“