Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 108
107
þannig föður minn“ og „Þannig missti ég móður mína“ og hvort ein-
hverjum kynni að þykja frásögnin þurr- eða sárfyndin.49 Í ljós kom að mun
fleiri af eldri kynslóðinni en af þeirri yngri bentu sérstaklega á drauminn
og merkingu hans eða alls helmingur eldri þátttakenda á móti tveimur af
þeim yngri. Aðeins einn þátttakandi benti á endurtekninguna en hann var
úr eldri hópnum. Ástæða þess að fleiri gerðu það ekki, kann að vera sú að
menn hafi ekki haft hugann nægilega við frásögnina í heild. Einn þátttak-
andi úr yngri hópnum skellti uppúr við lestur á þriðja hluta og sagði að sér
þætti framsetning textans hlægileg þrátt fyrir að hann áttaði sig vel á að í
frásögninni væri lýst sorglegum atburði í lífi sögumanns. Þess ber að geta að
sá hinn sami sagðist skammast sín fyrir að hlæja að jafn skelfilegum atburð-
um, líklega af því það er ekki pólitískt kórrétt að hlæja þegar lýst er dauða
einhvers. Það gæti einnig útskýrt hvers vegna fleiri hlógu ekki. Einnig má
vera að fólk setji sig í ákveðnar stellingar af því það er að taka þátt í rann-
sókn og sýni því ekki sömu viðbrögð og væri það eitt með sjálfu sér.
Í rannsóknum Keith Oatley á tilfinningalegum viðbrögðum fólks við
texta hefur komið í ljós að fólk nefnir oftast ákveðna tilfinningu, hugs-
un eða minningu þegar það er beðið um að ræða textann sem það les.50
Vegna þess hversu vítt rannsóknarsnið var valið í þessari tilraun hafði fólk
tækifæri til að tjá sig um hvaðeina í viðtölum. Það var því viðbúið að þátt-
takendur myndu, rétt eins og þátttakendur í rannsóknum Oatleys, tala um
tilfinningar, hugsanir og minningar sem kynnu að koma upp við lesturinn.
Og þeir ræddu vissulega um tilfinningar sínar og hugsanir en fæstir minnt-
ust á minningar. Í raun voru það aðeins tveir þátttakendur úr eldri hóp sem
það gerðu. Annar þeirra ræddi meira að segja svo mikið um minningar
sínar að þær urðu kjarnatriði í svörum hans en ekki tilfinningarnar sem
hann var þó beðinn um að leggja megináherslu á.
Til umhugsunar
Munurinn á viðbrögðum ungra og gamalla við textabrotum Gunnars og
þó einkum Málfríðar var meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Mestumvert
49 Málfríður skapar fjarlægð milli sín og foreldra sinna, meðal annars í lýsingu á
draumi föður síns og þegar hún vísar til foreldra sinna með orðunum „þessum
hjónum“ en í frásagnarbrotinu segir: „líklega hefur þessum hjónum verið ofviða að
annast öll börnin sín.“ Samastaður í tilverunni, bls. 29. Lýsingarnar rekast á ríkjandi
hugmyndir um hvernig börn eigi að tala um foreldra sína, í sömu mund kunna þær
að vekja athygli á að ekki var óalgengt á fyrri hluta 20. aldar að fjölskyldum væri
sundrað eða börn send í fóstur til annarra.
50 Keith Oatley, The Passionate Muse: Exploring Emotion in Stories, bls. 32.
„MéR FANST EG FiNNA TiL“