Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 111
110
Kannanirnar tvær voru eigindlegar og markmið þeirra að afla upplýsinga hjá
raunverulegum lesendum um hver þeir teldu tilfinningaviðbrögð sín vera við völd-
um frásögnum eða frásagnarbrotum. Í annarri könnuninni lásu þátttakendur heilt
skáldverk, smásöguna „Grimmd“ eftir Halldór Stefánsson en í hinni, tvö brot úr
ólíkum skáldsögum, annars vegar Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson og hins
vegar Samastað í tilverunni eftir Málfríði Einarsdóttur. Framkvæmd kannananna er
lýst, muninum á þeim og megintilgátum, svo og ólíkum aðferðum sem nýttar eru
þegar greint er frá niðurstöðum þeirra. Í könnuninni á viðbrögðum við „Grimmd“
var merkilegasta niðustaðan að tilfærsla þátttakenda inn í frásagnarheiminn varð á
sama stað hjá meirihluta þeirra sem á annað borð sökktu sér í hana, auk þess sem
fréttaflutningur af tilteknum samtímaatburðum hafði augljós áhrif á viðtökur sög-
unnar. Í könnuninni á textabrotunum úr sögum Málfríðar og Gunnars – þar sem
teflt var saman tveimur ólíkum aldurshópum – vakti mesta athygli hve mikill munur
var á viðbrögðum ungra lesenda (24–28 ára) og aldinna (68–82 ára), afstöðu þeirra til
tiltekinna persóna og hæfni þeirra til að ímynda sér þann söguheim sem þeir fengu
innsýn í. Niðurstöður beggja kannana eru teknar saman og komið með ýmsar skýr-
ingartillögur á þeim, jafnframt því sem bent er á hvers konar rannsóknir væri þarft
að gera í framhaldinu. Að endingu er drepið á hugsanlegar ástæður þess að íslenskir
bókmenntafræðingar hafa verið áhugalausir um empírískar rannsóknir; stiklað á
hvaða gagn höfundarnir telja sig hafa haft af könnununum tveimur og hverja þeir
telja helstu annmarka þeirra vera, svo og hvernig þeim var seinna fylgt eftir.
Lykilorð: bókmenntir, lestur, empírískar rannsóknir, eigindlegar kannanir, tilfinn-
ingaviðbrögð
A B S T R A C T
“I felt I was in Pain”
On empirical research in literature and two surveys
of emotional reaction to reading stories
icelandic literary scholars have not been known for empirical research, even though
their foreign counterparts have been practicing it for years. But during the last few
years, the authors of this article have been involved with such research – sometimes
in collaboration with others – and the following is a recount of two of their first
researches from 2012. However, they open with a general account of empirical
literary research and different schools of thought regarding them, adverting to
the constantly increasing interest for interdisciplinary research. Thus, they try to
provide the readers with a broad overview of the current status of a field which has
not been prominent in iceland.
The two researches were qualitative and the aim was to gather information from
actual readers about how they experienced their emotional reaction to selected
stories or literary fragments. in one research the participants read an entire work of
Bergljót Soffía • guðrún • Sigrún Margrét