Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 119
118
eða -dóttir). ættarnafnið Briem er vel þekkt á Íslandi og ýmsir kunnir
einstaklingar hafa borið það. Nafnið er frá 18. öld og dregið af fæðing-
arstað ættarinnar, Brjánslæk, en ber danskt svipmót eins og þótti hæfa
á þeim tíma. Þetta ættarnafn hentar vel vegna þess að það tekur engum
beygingarendingum og veitir því engar vísbendingar um kyn þess sem
það ber. Til samanburðar má geta þess að mörg ættarnöfn geta fengið
endinguna -s í eignarfalli (sbr. Blöndals, Hagalíns, Ísfelds, Kjarans, Norlands,
Schevings, Thoroddsens o.s.frv.) og þá einkum og sér í lagi ef nafnberi er
karlkyns.5 Út frá eignarfallsmynd með -s gætu lesendur því hugsanlega
ráðið í kyn nafnberans.
Höfundur Einvígisins lætur sér ekki nægja að kalla aðalpersónu bók-
arinnar Marion þótt flestar aðrar persónur bókarinnar beri einungis skírn-
arnafn, t.d. Albert, Aþanasíus og Katrín. Líklega hefur vakað fyrir höfundi
að gera Marion Briem fjarlægari lesandanum en hinar persónurnar því að
fullt nafn er einkum notað til að kynna persónu þegar hún er fyrst nefnd til
sögunnar eða til að rifja upp fyrir lesandanum fullt nafn hennar. Í öðrum
tilvikum er yfirleitt eðlilegast að nota skírnarnafnið eitt. Þótt það sé mun
algengara að vísa til Marion með skírnarnafninu einu í Einvíginu eru til-
vikin um fullt nafn 40 talsins og a.m.k. sum þeirra orka á lesandann eins
og verið sé að kynna nýja persónu til sögunnar. Um notkun á skírnarnafni
aðalpersónu Einvígisins andstætt fullu nafni hennar er nánar fjallað í 4.
kafla greinarinnar.
2.4 Kynóvissa
Höfundur Einvígisins hefur oft verið spurður um kyn Marion Briem en
hann hefur aldrei gefið það upp og hefur reyndar sagst vera óákveðinn
með kynið (Fréttablaðið 2011). Í fyrstu útgáfu Einvígisins eru þó tvær vís-
bendingar um að höfundur hugsi sér að Marion sé karlmaður, eins og
Tinna Eiríksdóttir (2012:24–25) hefur bent á. Þessar vísbendingar voru
fjarlægðar í annarri útgáfu bókarinnar en eins og áður segir er það sú
útgáfa sem miðað er við í þessari grein.
Áhugavert er að höfundur vekur athygli lesandans á kynóvissunni um
Marion Briem eins og sjá má í eftirfarandi dæmum. Þessi óvissa er því
mikilvægt atriði sem höfundur vill ekki að fari fram hjá lesendum.
5 Samkvæmt leiðbeiningum Ara Páls Kristinssonar (1998:133–134) á ekki að nota
eignarfallsmynd með endingunni -s nema nafnberi sé karlkyns (enda er þetta
karlkynsending).
ÁSa BryndíS • jóhanneS gíSli • Þórhallur