Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Side 132
131
(35) Hann [Erlendur] hafði fengið fregnir af því fyrr um daginn að gam-
all yfirmaður hans hjá rannsóknarlögreglunni, Marion Briem, hefði
lagst inn á líknardeildina á Landspítalanum. Það voru mörg ár síðan
Marion komst á eftirlaun og nú var lífið í brjósti þessa gamla starfs-
félaga smám saman að fjara út. (Arnaldur indriðason 2007:89)
(36) Erlendur stóð við rúmgaflinn og horfði á sjúklinginn. Marion virt-
ist sofa. Andlitið var ekkert nema beinin, augun innfallin, húðin föl
og skorpin. Hendurnar lágu ofan á sænginni, langir, mjóir fingur og
langar neglur, ósnyrtar. Fingurnir voru gulir af reykingum og negl-
urnar svarbrúnar. (Arnaldur indriðason 2007:111)
Í lýsingunni á Marion í (36) er athyglisvert hversu oft ákveðinn greinir er
notaður í orðum um alla líkamshlutana sem nefndir eru (andlitið, beinin,
augun, húðin, hendurnar, fingurnir, neglurnar). Þetta helgast af því að höf-
undur getur hvorki notað eignarfall af persónufornafni þriðju persónu
(þ.e. hans/hennar) né forsetningarlið með persónufornafni (þ.e. andlitið á
honum/henni o.þ.h.) án þess að afhjúpa kyn persónunnar.
Lýsingin í (36) snýst fyrst og fremst um ástand og útlit dauðvona mann-
eskju og þar er engar vísbendingar um kynið að finna. Reyndar er útlitslýs-
ing á Marion í Mýrinni þar sem talað er um nettar hendur, stórt höfuð og
fínlega líkamsbyggingu (Arnaldur indriðason 2001:124) en sú lýsing gefur
engar óyggjandi vísbendingar um kyn þar sem hún felur í sér bæði kvenleg
og karlmannleg einkenni.
Rétt eins og í Einvíginu eru dæmi um það í Mýrinni og Vetrarborginni að
vísað sé í líkama eða líkamshluta til að sneiða hjá kynbeygðu persónufor-
nafni sem á við um Marion Briem. Þetta má sjá í eftirfarandi textabútum:
(37) Marion Briem sat og reykti litla vindilinn og hlustaði. Augun
störðu á Erlend, lítil, vökul og stingandi. Þau misstu ekki af neinu.
(Arnaldur indriðason 2001: 126)
(38) Nú stóð hann [Erlendur] og horfði á visinn líkamann í rúminu og
vissi það sem hann vissi ekki þá, að Marion var að reyna að hjálpa
honum. (Arnaldur indriðason 2007:112)
(39) Jafnvel á banabeði var Marion með hugann við nýjustu rannsókn-
ina. Þreytt augun horfðu á Erlend og hann las úr þeim spurningu
sem hann sjálfur hafði velt fyrir sér vakinn og sofinn. (Arnaldur
indriðason 2007:150–151)
MÁL OG KyNÓViSSA Í ÍSLENSKU