Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 138
137
Ritið 3/2015, bls. 137–159
njörður sigurjónsson
Hávaði búsáhaldabyltingarinnar
Nokkur hávaði var í mótmælendum og starfsemi bankans stöðvaðist í
stutta stund, en ekkert annað gerðist.1
Þó rit Jacques Attali Hávaði: Stjórmálahagfræði tónlistar frá 1977 fjalli fyrst
og fremst um sögulegar breytingar á hlutverki tónlistar í samfélögum, eru
það hugmyndir Attalis um tengsl hávaða og valds sem hafa haldið ritinu á
lofti.2 Hávaði í kenningu Attalis er, í einfaldri mynd, það sem ráðandi öfl
á hverjum tíma og í hverju samfélagi skilgreina sem óæskilegt eða trufl-
andi hljóð. Þannig fjallar höfundurinn um átök sem verða um hljóðheim,
átök um í hverjum heyrist, og átök um það hver skilgreinir hvað er hávaði
og hvað séu áhugaverð eða falleg hljóð. Hins vegar er mikilvægt hlutverk
hávaðans, samkvæmt Attali, tjáning andstöðu hins valdalitla og gefur hug-
mynd um ósamhljóm eða ómstríðu samfélagsins og það sem að lokum gæti
breytt skipan þess. Ný tónlist er því iðulega dæmd óæskilegur hávaði ein-
mitt vegna þess að hún er ómur eða upptaktur að komandi breytingum.
Hér fylgir að fyrsta merki umbreytinga, umróts og jafnvel byltinga
í samfélögum er tónlist eða hljóð sem skilgreint er af ráðandi kerfi sem
hávaði. Hávaði er viðnám eða andstaða hins undirokaða við ríkjandi skipu-
lag hljóðheimsins3 og að mati Attali er form tónlistarinnar bæði mótandi
1 Geir Jón Þórisson, Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011,
Reykjavík: Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, 2012, bls. 86.
2 Jacques Attali, Noise: The Political Economy of Music, Minneapolis og London:
University of Minnesota Press, 2011. (Upphaflega: Bruits – Essai sur l'économie
politique de la musique, Paris: PUF/Fayard, 1977). Um áherslu á tengsl hávaða og
valds sjá meðal annars Michael Bull og Les Back (ritstjórar), The Auditory Culture
Reader, Berg: Oxford og New york, 2003 og Christoph Cox og daniel Warner
(ritstjórar), Audio Culture: Readings in Modern Music, New york og London:
Continuum, 2004.
3 Hugtakið „hljóðheimur“ er íslenskun á enska hugtakinu „soundscape“ sem notað
er af kanadíska tónskáldinu R. Murray Schafer. Rit Schafers The Soundscape: our
Sonic Environment and the Tuning of the World (Rochester, VT: inner Traditions/