Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 139
138
fyrir skipulag samfélagsins og spegill þess sama félagsskipulags. Tónlist
gefur innsýn í stjórnkerfi hávaðans sem alltaf er hluti af valdasamskiptum
og virkt valdatæki. Af því að við erum ekki vön að fjalla um hávaðann eða
taka eftir honum á meðvitaðan hátt snertir hann okkur dýpra en það sem
við sjáum, það sem við erum vön að skýra, skipuleggja og skilja í heimi
augans. Hávaðinn getur einnig vakið líkamleg ónot og vanlíðan sem við
ráðum ekki við, og stundum frumstæðan ótta.4 Það er áhugavert í þessu
samhengi að samkvæmt Attali er hefðbundin tónlist ekki frelsun hljóðsins,
heldur skipulag og beislun þess: Tónlist er í vestrænni tónlistarhefð leið til
þess að temja hávaðann og sem slík öflugt stýringartæki.5
Nokkra daga seinni hluta janúarmánaðar 2009 fylgdist ég með mót-
mælum á Austurvelli, tók upp hljóð, myndir og myndbönd. Á eftir safnaði
ég saman upptökum frá þátttakendum sem settar höfðu verið á netið, bæði
frá þessum og tengdum viðburðum, og einnig umfjöllun ólíkra fjölmiðla,
til þess að reyna að skilja hávaðann. Síðar tók ég viðtöl við valda skipu-
leggjendur, tónlistarmenn og fólk sem ég taldi geta útskýrt þætti eins og
takt og undirbúning, sem tengdust hljóðheimi mótmælanna. ég hafði sér-
stakan áhuga á hlutverki hávaðans í aðgerðunum og samspili á milli valds
og hljóðmenningar.6
Mótmælin fengu nafnið „búsáhaldabyltingin“ og hefur nokkuð verið
fjallað um þau, en aðgerðirnar einkenndust af markvissari beitingu hávaða
sem algengt er í íslenskri mótmælahefð.7 Áhrifamestu tæki mótmælenda,
Bear, 1993), kom fyrst út 1977 og er grundvallarrit í bæði hljóðvistfræði og hljóð-
menningarfræðum.
4 Nýleg rit um menningarlegt hlutverk hávaða þar sem fjallað er meðal annars um
tengsl hávaða og ótta eru: Mike Goldsmith, Discord: The Story of Noise. Oxford:
Oxford University Press, 2012. david Hendy, Noise: A Human History of Sound and
Listening, London: Profile Books, 2013. Andreas Mildner, Koltrasten Som Trodde
Att Den Var En Ambulans, Stokkhólmur: Volante, 2012.
5 „Megintilgangur [tónlistar] er að vera hreint skipulag” og tónlist er „til þess að
sýna fram á að samfélag er möguleiki”. Jaques Attali, Noise, bls. 31.
6 Ekki vísað beint til þessara frumgagna í greininni og vert er að hafa í huga að sá
lestur á atburðum sem hér fer á eftir styðst við persónulega upplifun af samtímavið-
burðum og ekki víst að allir sjái þá sömu augum (eða heyri sömu eyrum). Þó legg ég
áherslu á greiningu hávaðans og lestur út frá hljóðmenningarfræðum og er vísað í
útgefnar rannsóknir, bækur, skýrslur og fréttir dagblaða lesendum til glöggvunar.
7 Jafnvel þó deilt sé um hvort rétt sé að kalla aðgerðirnar „byltingu“ hefur nafngiftin
haldist í almennri umræðu. Sjá umfjöllun um aðgerðirnar og samhengi þeirra: Jón
Gunnar Bernburg, Berglind Hólm Ragnarsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir, „Hverjir
tóku þátt í Búsáhaldabyltingunni?“ Rannsóknir í félagsvísindum XI: Félags- og mann-
vísindadeild. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2010. ingólfur V.
njörður SigurjónSSon