Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Qupperneq 140
139
og grunnurinn að skipulagi þeirra, var taktföst hrynjandi, ásláttur, trommu-
sláttur, dans, þrástef og sefjun. Barin voru fjölbreytt ásláttarhljóðfæri í
nágrenni Alþingishússins til þess að trufla störf þingsins, en hávaðinn hafði
þó byrjað fyrr og heyrðist til dæmis með áhrifamiklum hætti 31. desember
2008 þegar áslátturinn truflaði beina útsendingu á árlega spjallþættinum
Kryddsíldin frá Hótel Borg.
Hávaðinn náði hámarki á Austurvelli 21.–23. janúar 2009, en þó er
ónákvæmt að afmarka hávaða búsáhaldabyltingarinnar við þá daga. inn í
þróunarsögu hávaðans fléttast bílflaut vöruflutningabílstjóra vorið og sum-
arið 2008, trommuhringir á ingólfstorgi í október, haldnir til þess að efla
andann, og jafnvel trommusláttur umhverfisverndarsinna í Saving Iceland
hreyfingunni enn fyrr. Þannig fylgir hávaðinn fjölþjóðlegri bylgju mót-
mæla og einskorðast ekki við Ísland heldur er hann á vissan hátt alþjóðlegt
fyrirbæri.
Aðgerðirnar á Austurvelli í janúar 2009 urðu að fréttaskotum um víða
veröld og voru ýmsar túlkanir uppi um merkingu þeirra í erlendum fjöl-
miðlum. Þar var mótmælunum á Íslandi ýmist lýst sem kröfugöngu hinna
reiðu sparifjáreigenda, andstöðu við „bankamennina“ eða jafnvel tilraun til
þess að velta heimskapítalismanum.8 Ástæða er þó til að ætla að skipulag
aðgerðanna eða kröfur mótmælenda hafi ekki verið eins vel útfærðar eða
skýrar og sumar umsagnir um þær gefa til kynna. Þar var ekki gefin nein
afgerandi pólitísk stefnuyfirlýsing eða framtíðarsýn lýst sem viðstaddir
gætu staðið saman um. Enginn leiðtogi eða forysta sem talist gæti fulltrúi
hreyfingarinnar og gat orðað vilja hennar eða fylgt eftir kröfunum.9 Það
var því ekki augljóst hvert markmið mótmælanna var, annað en það sem
gefið var til kynna með stefinu „vanhæf ríkisstjórn“ sem sungið var linnu-
Gíslason, „Lögreglan og búsáhaldabyltingin“, Íslenska þjóðfélagið, 5. árg., 2, 2014,
bls. 5–18. Stefán Gunnar Sveinsson Búsáhaldabyltingin: Sjálfsprottin eða skipulögð?,
Reykjavík: Almenna bókafélagið 2013. Björn Jón Bragason, Bylting og hvað svo?,
Reykjavík: Salka, 2015.
8 „Hinir reiðu íslensku sparifjáreigendur“ birtust í þætti um Simpsons-fjölskyld-
una sem dæmi um bylgju mótmæla í kjölfar fjármálakreppunnar og hjá 15. maí
hreyfingunni á Spáni 2011 var vísað til íslenskra mótmæla sem viðmiðunar um
skipulag og kröfugerðir. „The Bob next door.“ The Simpsons, Fox, 16. maí 2010.
Óscar Gutiéerrez, „Los sábados de islandia llegaron al 15–M“, El País, 17.
maí 2011, sótt 5. ágúst 2015 af http://politica.elpais.com/politica/2011/05/17/
actualidad/1305661201_570313.html.
9 Bent hefur verið á að mótmælin voru ekki skipulögð af neinum einum leiðtoga,
einni hreyfingu eða hópi. Guðni Th. Jóhannesson, Hrunið: Ísland á barmi gjaldþrots
og upplausnar, Reykjavík: JPV útgáfa, 2009, bls. 324.
HÁVAði BÚSÁHALdAByLTiNGARiNNAR