Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 142
141
hávaðans, heldur að kanna fleiri en eina vídd hans og vísast munu enn
fleiri blasa við þegar fram líða stundir og rykið sest. Þó hef ég valið að
einfalda málin með því að varpa fram þremur meginskýringum á hávað-
anum eða hlutverki hans og skapa þannig eins konar túlkunarramma eða
jafnvel myndhverfingu.
Í fyrsta lagi skoða ég áslátt búsáhaldabyltingarinnar sem valdeflandi
huggun eða hugleiðslu og tengi trommusláttinn meðal annars pottaslætti
í alþjóðlegu samhengi og íslenskum trommuhringjum sem áttu sér stað á
svipuðum tíma. Í öðru lagi er hávaði skoðaður sem valdbeitingartæki og
jafnvel hótun um frekara ofbeldi og umfjöllun sett í samband við kenn-
ingar Attalis um hávaða. Í þriðja lagi skoða ég hávaða mótmælanna sem
leið til þess að stilla saman strengi við að tjá ólíkar skoðanir á sama tíma
og tengi það „karnivalískri“ hefð pottasláttar sem hefur á síðustu áratugum
orðið að fjölþjóðlegu fyrirbæri.
Þúsundradda já
Því þessi taktur sem verður til þegar lamið er í potta og pönnur með
sleifum og skeiðum tjáir ekki bara reiði okkar, örvæntingu og sorg, og
hrópið Vanhæf ríkisstjórn! tjáir ekki bara niðurrif og andstyggð yfir því
ábyrgðarleysi taktlausra valdhafa að sitja og sitja og sitja – […] – í þessum
takti og í þessu hrópi er ekki bara reiði, örvænting, beiskja og sorg heldur
hvatning. Þar er ekki bara nei heldur líka já. Þar er ekki bara höfnun
heldur líka von.12
Samkvæmt umfjöllun hljóðmenningarfræðinganna Jonathan Sterne og
Natalie davis má rekja þann sið að berja á potta og pönnur í almennum
mótmælaaðgerðum á götum úti til mótmæla gegn vöruskorti árið 1971
í Síle, en merkingin var meðal annars sú að tómir pottar merktu skort á
mat.13 Pottaslátturinn (sp. cacerolazo) lagðist af í áratug, en var svo endur-
lífgaður í Síle í upphafi níunda áratugarins og magnaðist í mótmælum
í Argentínu 2001. Eftir það breiddist pottasláttur út í Suður-Ameríku,
12 Guðmundur Andri Thorsson, „Ræða á Austurvelli 24. janúar 2009“, blog.pressan.
is/larahanna, 25. janúar 2009, sótt 5. ágúst 2015 af http://blog.pressan.is/larah-
anna/2009/01/25/enn-oflugri-motmaeli.
13 Jonathan Sterne og Natalie Zemon davis, „Quebec’s #casseroles: on participation,
percussion and protest“, Sounding out: The Sound Studies Blog, 4. júní 2012, sótt 5.
ágúst af http://soundstudiesblog.com/2012/06/04/casseroles.
HÁVAði BÚSÁHALdAByLTiNGARiNNAR