Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Side 144
143
endurómur af síleönskum pottaslætti, en sú tegund hávaðaframleiðslu varð,
eins og áður sagði, að viðteknu hljómfalli mótmælaaðgerða frá Argentínu
til Spánar og frá dublín til Quebec í kjölfar fjármálahrunsins 2008.18
Frá upphafi mótmælanna eftir hrunið á Íslandi í október 2008 virtist
hávaðinn hafa það hlutverk meðal annars að tjá þörf hinna vonsviknu til
þess að kveða sér hljóðs. Í frétt að morgni 10. október 2008 segir að boðað
sé til mótmæla á Arnarhóli í hádeginu þar sem þess er krafist að stjórn
Seðlabankans segi af sér. Um fyrirkomulag mótmælanna segir að gjall-
arhorn verði til staðar fyrir þá sem vilja taka til máls, eins og einn skipu-
leggjenda segir í blaðaviðtali: „Við viljum að fólk fái tækifæri til þess að
tjá tilfinningar sínar og fái útrás fyrir reiði eða leiða eða eitthvað annað.“
Tónlistarmaður sem boðar til mótmælanna segir í fréttinni um ástæð-
ur þeirra að honum og vinkonu hans sé „nóg boðið,“ þau séu „reið og
leið yfir ástandinu“ og finnist „tímabært að þeir sem hafa gert mistök axli
ábyrgð á ástandinu.“19
Hljóðheimur mótmælanna var þarna að taka á sig form, en hann þróast
síðar á áhugaverðan hátt. Hörður Torfason leikstjóri og tónlistarmaður var
einn þátttakenda í mótmælunum við Seðlabankann og fór hann niður á
Austurvöll í kjölfarið og bauð fólki að tala í gjallarhorn þar. Hörður boðaði
síðan til útifundar á Austurvelli daginn eftir, þann 11. október, en sá úti-
fundur varð sá fyrsti af 17 laugardagsfundum sem urðu áberandi í skipulagi
almennra mótmæla í kjölfar hrunsins. Hörður, sem hafði sjálfur komið
að ýmiss konar réttindabaráttu og stóð fyrir mótmælum vegna máls Paul
Ramses fyrir utan utanríkisráðuneytið sumarið 2008, skipulagði fundina
þannig að ræðumenn gátu beðið um orðið og talað í hljóðkerfi fundarins.
Sjálfur var hann að eigin sögn fyrst og fremst þar til þess að halda utan um
viðburðinn og rétta fólki hljóðnemann, en fundirnir voru haldnir í nafni
félagsskapar sem kallaði sig Raddir fólksins.
Það var einkennandi fyrir skipulag laugardagsfunda Radda fólksins á
Austurvelli 2008–2009 að þar töluðu 2–4 ræðumenn í hljóðkerfi fundarins
í vesturenda vallarins, upp við Landsímahúsið. Ræðumenn töluðu sam-
18 Jonathan Sterne og Natalie Zemon davis, The Globe and Mail, 31. maí 2012, sótt
5. ágúst 2015 af http://www.theglobeandmail.com/globe-debate/quebecs-manifs-
casseroles-are-a-call-for-order/article4217621. Stefán Gunnar Sveinsson vekur
athygli á tengingu búsáhaldabyltingarinnar og „casseroles“ mótmæla. Búsáhalda-
byltingin, bls. 7.
19 Mótmæli við Seðlabankann í hádeginu, visir.is, 10. október 2008, sótt 5.
ágúst 2015 af http://www.visir.is/motmaeli-vid-sedlabankann-i-hadeginu/ar-
ticle/2008589408574.
HÁVAði BÚSÁHALdAByLTiNGARiNNAR