Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 146
145
þessum mótmælum en þeim sem haldin voru með hinu hefðbundna úti-
funda fyrirkomulagi.23
Ýmsir aðrir fundir voru haldnir (svo sem borgarafundir) og beinar
aðgerðir (til dæmis við útibú banka og á þingpöllum) voru skipulagðar
haustið 2008, en of umfangsmikið er að fjalla um hljóðheim eða hávaða
þeirra hér, þó full ástæða sé til. Hins vegar beinum við hlustum sérstak-
lega að hávaða mótmælanna fyrir framan Alþingi, en eins og áður segir
náðu mótmælin hámarki í janúar 2009. Þá söfnuðust mótmælendur saman
fyrir utan Alþingishúsið og trufluðu fundi Alþingis með hávaða hrópum,
trommuslætti, og pottum og pönnum, og kröfðust afsagnar ríkisstjórn-
arinnar. Þrástefið eða mantran Vanhæf ríkisstjórn var endurtekin í sífellu
af smáum og stærri hópum. En hver eru upptök hávaðans, ásláttarins og
söngsins, eða er hægt að tala um upphafspunkt?
Hvatning til mótmælenda um að mæta með hávaðahljóðfæri hafði þegar
komið fram í nóvember 2008 og heyra mátti ákveðinn áslátt þegar mótmæl-
endur kröfðust lausnar eins mótmælanda þann 22. nóvember 2008 fyrir
framan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Tilgangur mótmælenda fyrir utan
Hótel Borg á gamlársdag var að trufla umræður og síðar á Austurvelli að
láta í sér heyra inni í þingsal og trufla þinghaldið á þann hátt að þingmenn
heyrðu í þeim inn í Alþingishúsið. Þessi bylgja virðist þannig hafa stigmagn-
ast á nokkrum vikum án þess að einn einstakur atburður marki upphafið.
Tilkynning frá Röddum fólksins barst svo daginn fyrir þingsetningu 20.
janúar um að fólk væri hvatt til þess að „hafa með sér söngbækur, sleifar,
potta og pönnur, hrossabresti og flautur og allt hvaðeina sem nota má
til að framleiða hávaða.“24 Eins hvatti Öskra, hreyfing byltingasinnaðra
háskólanema, fólk til að safnast saman fyrir framan Alþingi og öskra:
Í augnablikinu er orðræðan öll glötuð. Engin orð eiga eftir að segja
okkur meira en við vitum – kerfið er í rúst og stjórnendurnir kepp-
ast við að bjarga góssinu frekar en fólkinu í landinu. Ekki orð um
það meir. Sameinumst um að öskra. 25
23 Hugtakið hljóð er skemmtilega margrætt og merkir að minnsta kosti tvo ólíka hluti.
Reyndar svo ólíka að merkingarnar eru andstæðar: þögn og hávaði. Hljóð getur
þannig þýtt andstæða við þögnina eða andstæða við hávaðann, allt eftir því hver
merkingin er hverju sinni.
24 Potta, pönnur, sleifar: höfum hátt við Alþingi kl. 13!, Nei., 20. janúar 2009, sótt 10.
nóvember 2015 af http://www.nei.okeden.com/2009/01/20/i-dag-verði-þingsetn-
ing-stoðvuð/
25 Potta, pönnur, sleifar: höfum hátt við Alþingi kl. 13!, Nei., 20. janúar 2009, sótt 10.
HÁVAði BÚSÁHALdAByLTiNGARiNNAR