Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 147
146
Í samhengi trommusláttarins og tilkomu hans er þó áhugavert að tiltaka
uppákomu á ingólfstorgi 17. október 2009 sem skipulögð var af viðburða-
fyrirtækinu Practical og var trommuhringur undir stjórn Karls Ágústs
Úlfssonar leikara. Þar slógu um 300 manns ásláttarhljóðfæri til þess að
finna „lækningamátt og samstöðu“ en skipuleggjendur vildu sérstaklega
taka fram að samkoman væri „ekki pólitísk að neinu leyti og að tilgangur
hennar sé að þjappa þjóðinni saman og efla.“26 Karl Ágúst hefur orðað
það þannig að trommuhringur sé líkt og „skilvirkt samfélag” þar sem hver
og einn hafi sinn takt því að „hringurinn rúmar alla og hljómar meira
að segja vel þegar allir leggja saman. Fólk mætist í hringnum á jafnrétt-
isgrundvelli.“
Trommuhringur er ótrúlegt fyrirbæri að taka þátt í. Fólk tjáir sig
í gegnum taktinn og þar ríkir líka fullkomið jafnrétti, enginn er
öðrum æðri og allir koma inn í hringinn með það sem þeir hafa
fram að færa – sinn persónulega takt, sem síðan verður að einstakri
hljómkviðu þegar taktar allra mætast. 27
Um áhrif og tengsl trommuhringsins og ásláttar mótmælanna, sem varð
mest áberandi í janúar 2009, er erfitt að fullyrða. Þó virðast hugmyndir
að baki trommuhringnum um samstöðu og kraft tengjast hugmyndum um
valdeflingu ásláttar búsáhaldabyltingarinnar. Þannig hljóma orð rithöf-
undarins Guðmundar Andra Thorssonar í ræðu á Austurvelli, sem vitnað
er til hér að ofan, um hvatningu og von sem tengd er taktinum einmitt
þannig að einhverjir hafi upplifað taktinn sem valdeflandi og styrkjandi.
Samstaða hafi skapast í gegnum ásláttinn og fólk hafi fengið útrás fyrir til-
finningar sínar og fundið samkennd:
Við komum úr ólíkum áttum þjóðlífsins og eigum kannski ekki
margt sameiginlegt og þurfum ekkert að eiga það en við samein-
umst í takti. Við sameinumst í tilfinningu. Við sameinumst í æða-
nóvember 2015 af http://www.nei.okeden.com/2009/01/20/i-dag-verði-þingsetn-
ing-stoðvuð/
26 Trommuhringur á ingólfstorgi, mbl.is, 15. október 2008, sótt 5. ágúst 2015 af
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/10/15/trommuhringur_a_ingolfstorgi/
27 Karl Ágúst lagði síðar áherslu á jákvæðar hliðar ásláttar í mótmælunum sem
fylgdu síðar: „búsáhaldabyltingin er skýrt dæmi um sameiningaraflið í taktinum
og kraftinn sem brýst fram þegar við leggjumst svona á eitt.“ Sló taktinn fyrir
búsáhaldabyltinguna, dv.is, 4. september 2009, sótt 5. ágúst 2015 af http://www.
dv.is/folk/2009/4/9/slo-taktinn-fyrir-busahaldabyltinguna.
njörður SigurjónSSon