Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Qupperneq 151
150
um tengsl pottasláttar og ofbeldis orðar Sigurður Líndal í blaðagrein sem
ber fyrirsögnina „Ráðherrar raska stjórnskipan.“33 inntak greinarinnar
er gagnrýni á það hvernig stjórnskipan á Íslandi hefur þróast og að ráð-
herrar hafi tekið sér meira vald en heimilt er samkvæmt viðmiðum um
þrískiptingu ríkisvaldsins. Þannig hafi dómsvaldið og löggjafarvaldið farið
að beygja sig undir framkvæmdavaldið, en það hafi verið hættuleg þróun
fyrir réttarríkið og lýðræðislega stjórnskipan. Hættulegast af öllu að mati
Sigurðar, ennþá hættulegra en að ráðherrar misnoti vald, er „pottaglamur
undir stjórn rokkara og rappara.“ Pottaglamrið hefur leyst rökræðuna af
hólmi, segir Sigurður, „og þá er stutt í að bareflin taki við af sleifunum.“
Og að mati hans er með þessu „forsendum lýðræðisstjórnarhátta hafnað“
sem er afleiðing „ofurvalds afþreyingariðnaðarins“ og þeirrar firringar
sem hann leiðir af sér.34
Í eyrum Sigurðar, rétt eins og Geirs Jóns, Stefáns Gunnars og Björns
Jóns, er pottasláttur ekki valdeflandi samstöðutæki heldur er slátturinn
sjálfur ógn og jafnvel hótun um frekara ofbeldi. Og tengingin er víða gefin
í skyn, til dæmis í skýrslu Geirs Jóns: „Fannst mér þó alltaf vera undir-
liggjandi hætta á að ástandið gæti farið í fyrra horf. Var sami hávaðinn,
endalaust bank á potta og pönnur auk þess sem einhverjir voru með skot-
elda.“35 En var hávaðinn hættulegur?
Í aðgerðunum var pottaslættinum örugglega ætlað að trufla, hann
er hávaðatæki, sem getur tekið völdin eða tekið yfir þá stund sem hann
hljómar. Líkt og flautur bílstjóranna brýtur slátturinn upp hljóðheiminn,
rýfur hljóðhelgina og ógnar friðinum eða óbreyttu ástandi.36 Því er það að
í eftirmála atburðanna 2008–2009 og þegar við metum áhrif eða jafnvel
réttmæti aðgerðanna er mikilvægt að skoða hlutverk pottasláttarins sem
andstæðu lýðræðis eða jafnvel tegund ofbeldis.
Steve Goodman hefur fjallað um notkun hávaða í hernaði og sem
ofbeldistækis til dæmis til þess að dreifa mannfjölda.37 Meginatriðið í grein-
33 Sigurð Líndal, „Ráðherrar raska stjórnskipan“, Fréttablaðið, 8. febrúar 2009.
34 Sama heimild.
35 Geir Jón Þórisson, Samantekt á skipulagi lögreglu, bls. 131.
36 Hugtakið „hljóðhelgi“ er skylt hugtakinu „friðhelgi og er þögn sem tekin er
hátíðlega eða þykir dýrmæt, en hún getur líka merkt kyrrð sem ríkir um óbreytt
ástand. Sjá umfjöllun Schafers um trúarathafnir þagnarinnar (e. ceremonies of silence),
The Soundscape, bls. 254–256, og Njörður Sigurjónsson, „Hljóðmenning Alþingis“,
hér bls. 50.
37 Í þeirri greiningu er hávaði oft ekki eins afstætt fyrirbæri og hér er gengið út
frá, viðmiðin eru frekar sársauki þegar hljóðstyrkurinn er notaður til að meiða.
njörður SigurjónSSon