Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 152
151
ingu hans er að hávaði getur verið ofbeldi í bókstaflegri merkingu, þegar
hann fer yfir ákveðin mörk. Ýmiss konar sálrænn hernaður er einnig stund-
aður með hljóðum og hljóðmögnunartækjum, auk þess sem hávaði er not-
aður í pyntingum. Hávaði kemur þannig víða við sögu í ofbeldisaðgerð-
um og það er mikilvægt í þessu samhengi að hávaði sem valdbeiting helst
oft í hendur við aðra tegund valdbeitingar eða hótun um hana. Þannig eru
„hávaðasprengjur“ Ísraelshers á hernumdum svæðum í Palestínu öflugar og
ógnvekjandi þegar hvín í hlustum íbúa, húsin nötra á nóttunni og börn vakna
organdi.38 En hávaðinn er einnig hótun um að „alvöru sprengju“ verði kast-
að næst þar sem unninn verði skaði á fleiri líffærum en taugum og hlustum.
Það er þó erfitt að líta svo á að þrástefið „vanhæf ríkisstjórn“, potta-
slátturinn, öskrin og almennur skarkalinn séu ofbeldistæki í þessum skiln-
ingi, það er í skilningi Goodmans. Þau eru ekki hótun um limlestingar,
líflátshótanir eða stríðsyfirlýsing þar sem engin grið væru gefin. Og öfugt
við þau valdbeitingartæki sem Goodman lýsir er hávaða búsáhaldabylting-
arinnar ekki beint að almennum borgurum heldur valdastofnunum og því
fólki sem gegnir ábyrgðarstöðum þar, það er Alþingi sem eitt hafði vald
til þess að boða til kosninga. Lýðræðislegt hlutverk þess var ef eitthvað er
undirstrikað með því að gera það að miðpunkti mótmælanna. Og hvort
sem frekar ber að þakka anda mótmælanna eða „lempni“ lögreglunnar
þá fóru mótmælin að mestu friðsamlega fram og algerlega stórátakalaust.
Enginn slasaðist alvarlega og engin meiriháttar spjöll urðu á eignum.
Það verður þó áfram matsatriði hvað telst mikið eða lítið í þessum
efnum og munar þar mestu um í hvaða samhengi mótmælin eru skoðuð.
Upplifun mótmælenda og lögreglumanna af aðgerðum er þannig mis-
munandi, eins og kemur fram í skýrslu Geirs Jóns, og að margra mati hafa
mótmælendur gengið allt of langt. Þannig útskýrir ingólfur V. Gíslason að
aðgerðir fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu 22. nóvember hafi setið
í lögreglumönnum og þeir upplifað að nánast væri verið að ráðast inn á
þeirra persónulega svæði.39 Þá var aðstaða lögreglumanna oft mjög erfið á
meðan á mótmælunum stóð við Alþingishúsið og álag á þeim mikið. Eins
og einn lögreglumaður útskýrir í viðtali við ingólf:
Goodman, Sonic Warfare: Sound, Affect, and the Ecology of Fear, Cambridge: The
MiT Press, bls. 189–194.
38 Sama rit, bls. xiii-xv. Sjá einnig Juliette Volcler, Extremely Loud: Sound as a Weapon,
New york og London: The New Press, 2013, bls. 53–57.
39 ingólfur V. Gíslason, „Lögreglan og búsáhaldabyltingin“, hér bls. 15–16.
HÁVAði BÚSÁHALdAByLTiNGARiNNAR