Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Side 154
153
og vonin er þá sú að ef nógu margir hlusta ekki í nógu langan tíma, að
ræðumaður hljóðni. Þögn getur því, líkt og hávaði, verið leið til þess að ná
valdi á aðstæðum eða auka möguleika á stjórn. Þögnin er þó fráleitt eins
beinskeytt. Að gefa frá sér kröftugt hljóð er eina tæki hins valdalausa, líkt
og þegar ungabarn gefur frá sér öskur úr vöggu. Hávaði getur einnig orðið
útrás fyrir orku, raungerving krafts sem býr undir niðri en hefur enga aðra
staðfestingu. Hávaði er í þessari merkingu einskonar frumtjáning sjálfsins,
staðfestingar á tilvist, og viðleitni til þess að valda örlögum sínum.
Hávaðinn er þó ekki þátttaka í lýðræðislegu samtali eða innlegg í rök-
ræðu nema í óeiginlegum skilningi. Hávaðinn er einskonar frestun á þeim
umræðum sem undan voru gengnar og neitun um að taka þátt í þeim fyrr
en forsendum væri breytt.44 Á þeim tíma virka rökræður ekki lengur, þær
eru ekki lýðræðislegar og fastar í valdastrúktúr sem er úr sér genginn.
Rökræðurnar fara þá fram á forsendum yfirvaldsins og það er einmitt það
vald sem verið er að hafna. Þarna verður til einskonar fagurfræði frest-
unarinnar, hikið sem þarf að verða áður en lengra er haldið. Krafan er um
rof í rökræðurnar eða bil, tímabil, þar sem ríkisstjórn segir af sér og boðað
verður til kosninga.
Samstillt nei: Fjöldakór hinna óánægðu
Hljóðin frá norninni, úlfinum og stjúpunni streymdu út, skógarbúarn-
ir öskruðu með í einum kór og krafturinn var svo tröllslegur að fjallið
nötraði:
„Harka, parka, inn skal arka!!!“
og viti menn og dvergar! Með brauki og bramli byrjaði klettaveggurinn að
mjakast til hliðar og hellirinn blasti við, dimmur og drungalegur.45
ævintýrið Skilaboðaskjóðan um Möddumömmu, Putta og íbúa ævintýra-
skógarins, er saga um möguleika hávaðans til þess að stilla saman strengi og
af því hvernig samtakamáttur samstilltra radda getur haft áhrif á efnislegan
veruleika. Sagan er í stuttu máli sú að Putti litli, sonur Möddumömmu, er
44 Hér er ekki aðeins átt við rökræður á Alþingi eða í hefðbundinni stjórnmála-
umræðu heldur þær viðamiklu umræður sem átt höfðu sér stað á samfélagsmiðlum
og á ýmsum útifundum og borgarafundum í kjölfar hrunsins, til dæmis hver gildi
Íslendinga væru eða ættu að vera og voru upptaktur að vinnu Stjórnlagaráðs. Hel-
ene Landemore. „Opið samráð stjórnarskrárgerð: Íslenska tilraunin frá þekking-
arfræðilegu sjónarmiði“, Lýðræðistilraunir: Ísland í hruni og endurreisn, ritstj. Jón
Ólafsson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2014, bls. 33–55, hér bls. 50.
45 Þorvaldur Þorsteinsson, Skilaboðaskjóðan, Reykjavík: Forlagið, 2007, bls. 26.
HÁVAði BÚSÁHALdAByLTiNGARiNNAR