Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 156
155
við: dýrin í skóginum eru ekki lengur öll vinir og refir fara aftur að synda
með piparkökudrengi.
Andartak mótmælanna, á meðan margar ólíkar raddir og ólíkir hags-
munir koma saman, er hægt er að kalla fjöldakór hinna óánægðu. Það hug-
tak bergmálar það sem fræðimaðurinn Stevphen Shukaitis hefur haldið
fram um að menning andstöðunnar, og það hvernig mótmæli hafi breyst á
síðustu áratugum, sé tengt hljómfalli tímans.47 Myndhverfingin, sem hefur
reyndar skotið upp kollinum víðar, vísar til þess að í stað einnar sögu eða
ríkjandi stefs, komi ótal andstæðar raddir sem kalli á athygli. Shukaitis
útskýrir að mótmælamenning samtímans sé aðeins samansafn spurninga
og hávaða sem komi úr ólíkum áttum en sé ekki einn risa líkami eða ein
stór ganga.48
Hugmyndin um fjöldakór hinna óánægðu tengist hugmyndafræði
þeirra hreyfinga sem barist hafa gegn ofríki stórfyrirtækja og hnattvæðingu
á forsendum fjármálakerfisins eða heimskapítalismans. Þá eru baráttumál
hinna ólíku hópa einnig staðbundnari, til dæmis er barátta hreyfingarinnar
Reclaim the Streets tengd skipulagsmálum, andstöðu við einkabílisma og við-
skiptavæðingu almannarýmis. Þessi bylgja ólíkra hreyfinga náði skriði í lok
tíunda áratugarins í kringum G-númera fundi leiðtoga stærstu ríkja heims.
Og upp úr aldamótum barst hún að ströndum Íslands, hugsanlega fyrst
og fremst með aðgerðum Saving Iceland hreyfingarinnar og mótmælum
tengdum Kárahnjúkavirkjun. Augljóst var á ýmsum einkennum aðgerða í
kringum búsáhaldabyltinguna að þær báru svipmót þess sem hafði verið að
þróast erlendis, með áherslu á grímur sem hylja andlit, líkamlega tjáningu,
og á tónlist, dans og gjörninga á götum úti. Uppákomunni má líkja við
karnival eða kjötkveðjuhátíð, þar sem ákveðið uppgjör eða andstaða birtist
í tímabundinni yfirtöku lýðsins á götunum.49
47 Stevphen Shukaitis, „imagination and Self-Organization in a Minor Key“, org-
anization, 15(5)/2008, bls. 743–764, hér bls. 745–747.
48 Hér bergmálar Shukaitis hugmynd frönsku heimspekinganna Gilles deleuze og
Félix Guattari um „moll bókmenntir“ eða „minni bókmenntir“ (e. minor literat-
ure). Sama rit, bls. 746. Sjá einnig Gilles deleuze og Felix Guattari, Kafka: Toward
a Minor Literature. Minneapolis: University of Minnesota Press, 1986, 16–25.
49 david Hendy fjallar nokkuð um tengsl hávaða í mótmælum í kjölfar fjármálahruns-
ins 2008 og karnívalsins sem ventils á óánægju fólks í gegnum aldirnar og sú um-
fjöllun tengist einnig hefðum í kringum gauragang (fr. charivari) og rusk tónlist
(e. rough music) eins og rakið var hér að framan. Hendy, Noise; A Human History of
Sound and Listening, bls. 134–143.
HÁVAði BÚSÁHALdAByLTiNGARiNNAR