Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 163
162
notenda slíkra miðla og alþjóðleg útbreiðsla þeirra hefur orðið á mjög
skömmum tíma – litlu meira en áratug – og þessi snögga og mikla breyting
á tækninni og hvað hún getur haft í för með sér þarfnast skoðunar og grein-
ingar. En hraði þessara breytinga gerir það líka að verkum að slík umræða
á alltaf á hættu að verða umsvifalaust úrelt, örlög MySpace og þverrandi
áhugi unglinga á Facebook nú um stundir minna okkur á það.3 Eigi að
síður verður hér gerð tilraun til að átta sig á hvers konar sjálfstjáning á sér
þar stað og hvaða áhrif sú tjáning kann að hafa á minni okkar og gleymsku.
Sjálfstjáning á netinu stjórnast að ákveðnu leyti af öðrum reglum en auðar
síður dagbókarinnar, hefðir bréfaskrifta eða þau viðmið sem stjórna mörk-
um fjölskyldualbúmsins. Þessi eldri form sjálfstjáningar og sjálfsævisögu-
legrar frásagnar hafa hins vegar áhrif á æviskrifin sem eiga sér stað á netinu
í samtímanum. Þannig að jafnvel þótt þessi tegund miðlunar sé nýleg þá
verða sögurnar sem þar eru sagðar ekki til í tómarúmi, heldur bera þessum
eldri formum vitni.4 Sögurnar sem við segjum af okkur sjálfum byggjast á
flóknum tengslum sjálfs, sjálfsmyndar, minnis, gleymsku og frásagnar og
hvernig við tjáum þær á samfélagsmiðlum hlýtur að hafa áhrif á okkar til-
finningu fyrir eigin fortíð; tilfinningu sem er lykilþáttur í sjálfsmyndinni.
Þessar sögur eru ekki einungis birtingarmyndir sjálfsprottinnar tjáning-
arþarfar, heldur eru að sjálfsögðu ávallt háðar samfélaginu sem þær spretta
úr.5 Þar ráða þættir eins og frásagnarhefðir, félagsleg gildi, sameiginlegar
hugmyndir um hvað sé viðeigandi og almennar reglur sem gilda um slík
samskipti. Í gegnum tíðina hafa sögurnar af sjálfum okkur birst í margs-
konar formi, en á undanförnum árhundruðum hafa sjálfsævisögur í bókar-
formi verið þar fyrirferðarmestar.
Hér mun ég velta upp ýmsum spurningum um takmarkanir og mögu-
leika sjálfstjáningar af þessu tagi sem ég tel mikilvægar til skilnings á þess-
um nýju frásagnarformum. Ekki síst vega þar þungt tengsl tækni og mann-
3 Tölur um þetta má t.d. sjá í afkomuskýrslu Facebook-fyrirtækisins frá árslokum
2013: Facebook Reports Third Quarter 2013 Result. http://investor.fb.com/re-
leasedetail.cfm?Releaseid=802760.
4 Þetta kallast á við hugmyndir Bolters og Grusins um ‚endurmiðlun‘ eða ‚reme-
diation‘: „What is new about new media is therefore also old and familiar: that
they promise the new by remediating what has gone before.“ Jay david Bolter og
Richard Grusin, Remediation: Understanding New Media, Cambridge: MiT Press,
1999, bls. 270.
5 Nú síðar á ferli Eakins hefur hann hallast frekar að líffræðilegum skýringum á sjálfs-
ævisagnaþörfinni, sjá Living Autobiographically: How we create identity in narrative,
ithaca og London: Cornell University Press, 2008.
GUNNÞÓRUNN GUðMUNdSdÓTTiR