Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Qupperneq 165
164
minnsta kosti spor eftir okkur í netheimum sem enginn veit í raun hver á
eða hefur aðgang að, eins og komið verður að síðar.
Geoffrey Bowker bendir á að með því að skapa nýjar leiðir til að varð-
veita og minnast, nýjar leiðir til að nálgast fortíð okkar, verði til ný tíma-
hugsun, það sem hann kallar ‚verðandi‘ minni. Hann segir eina túlkun á
því hvernig við minnumst og munum í samtímanum sé „að í menningunni
séum við að færast frá skrásettu minni til mögulegs minnis“. Öll þau fjöl-
mörgu spor sem við skiljum eftir okkur á netinu eru svo auðfinnanleg að
„ég þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af að safna mínum eigin bókum og
kvikmyndum“.9 Því samanstanda öll þessi spor af einhvers konar verðandi
minni í framtíðinni. Það á því vel við að ræða um sjálfstjáningu á netinu
í tengslum við minni (og þar af leiðandi gleymsku), þrátt fyrir áhersluna
í samfélagsmiðlum á það sem mætti jafnvel kalla ágengan samtímaleika.
„Hvað liggur þér á hjarta?“ spyr Facebook okkur; „Hvar ertu núna?“ spyrja
kortaforritin. Miðlarnir vilja staðsetja okkur í tíma og rúmi og þekkja for-
tíð okkar: „Hvar varstu í skóla?“ „Hvar ertu fædd?“ „Bættu við bæjarfélagi
þínu“, segir Facebook ef notandinn hefur ekki svarað hverri spurningu.10
Áherslan er á að staðsetja okkur í tíma og rúmi á netinu; hér er það sem
markaðurinn lætur til sín taka og togar á móti upphaflegri sýn internets-
ins, sem lofaði okkur frelsi frá slíkum takmörkunum.
Stöðug nærvera samfélagsmiðla bætir við annarri vídd sem þarf að
takast á við. ‚Staða‘, tíst, mynd eða hlekkur á samfélagsmiðlum vísar í
atburð, reynslu eða skoðun. Upprunalegi atburðurinn getur mjög vel
verið sprottinn af fyrri sögu á samfélagsmiðli, og hvernig við upplifum
og tjáum reynslu okkar af þessum atburðum getur verið undir áhrifum
frá samfélagsmiðli, þannig er miðlunin og samskiptin sem eiga sér stað
í þessum heimi hringlaga. Þetta á við um hversdagslega atburði, eins og
matarmynd sem sett er á síðu setur af stað keðjuverkan með því að hvetja
aðra til að reyna sömu uppskrift og síðan setja inn þeirra eigin mynd, upp-
skrift eða lýsingu. Svipuð keðjuverkan gæti verið að verki í dramatískari
kringumstæðum, í pólitískum og félagslegum aðgerðum á netinu sem geta
9 Geoffrey Bowker, „The Past and the internet“, Structures of Participation in Digital
Culture, ritstj. Joe Karaganis, New york: Social Science Research Council, 2007,
bls. 20–37, bls. 26.
10 Breytingar eru tíðar hjá Facebook-miðlinum, en lýsingarnar hér á uppbyggingu
Facebook-síðna og spurningarnar sem þar geta birst eru byggðar á útliti miðilsins
í maí 2015.
GUNNÞÓRUNN GUðMUNdSdÓTTiR