Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 167
166
athygli; rammanum, viðhaldinu og mögulegum framtíðarlesendum spora
þessara minninga, eins og Astrid Erll og Ann Rigney hafa bent á í umfjöll-
un sinni um sameiginlegt og menningarlegt minni. Við þurfum að taka
með í reikninginn „ramma miðlunar minninganna og einkum miðlunar-
ferli sem minningarnar fara í gegnum inn á opinbera sviðið og verða sam-
eiginlegar“.14 Ekki einungis hefur sjálfstjáning á netinu aukist gríðarlega á
undanförnum árum, þar að auki, eins Nancy Thumin bendir á í verki sínu
um sjálfstjáningu og stafræna heiminn, er þetta tvennt „nú óaðskiljanlegt,
því er ein hliðin á stafrænum heimi sem þarfnast greiningar þetta ákaflega
algenga form sjálfstjáningar”.15 Hún útskýrir þann ramma sem stýrir virkni
notandans á Facebook: „til þess að taka þátt í félagslífinu á netinu, verður
fólk að tjá sjálft sig. Þannig er sjálfstjáning skilyrði fyrir þátttöku í þessari
tegund af netmiðlum. Á Facebook verður sjálfstjáning bæði ósjálfráð og
hversdagsleg.”16 Tjáningin verður hversdagsleg, hún er sett í ákveðinn
ramma, en hversdagsleikinn er ekki aðeins bundinn tæknilegum mörkum,
heldur líka félagslegum.
Síðurnar sjálfar setja ekki eingöngu sjálfstjáningunni skýr mörk – not-
andinn getur til dæmis einvörðungu notað ákveðið pláss í ákveðnum reit-
um – notendurnir þróa líka með sér sjálfir alls konar hegðunarreglur um
hvað sé viðeigandi, flott eða ekki á þessum síðum. Í greininni „Bannað á
Facebook,“ sem birtist í Fréttablaðinu í janúar 2014, voru sex manns spurð-
ir um hvað ætti að banna fólki að gera á miðlinum. Greinin er að sjálfsögðu
í gríni meint, en hún er eigi að síður vísbending um hversu hratt slíkt
félagslegt aðhald í meðhöndlun tækni skapast. „Svo er stranglega bannað
að læka eigin status eða komment,“ segir Saga Garðarsdóttir, einn viðmæl-
enda. „Síðan hata ég fólk sem er bara með börnin sín í prófílmyndum,“
segir Katrín Björgvinsdóttir.17 Þeir sem nota þessa frekar nýju leið til sjálfs-
tjáningar hafa að því er virðist nú þegar mótað með sér nokkuð strangar og
íhaldssamar reglur og mörk. david Kreps heldur því fram að draumurinn
um frelsi netsins byggi á tálsýnum í greiningu sinni á sjálfstjáningu á netinu
þegar hann bendir á hvernig vefsíður, bloggheimurinn, samfélagsmiðlarnir
setja okkur takmörk um á hvaða hátt við getum tjáð okkur:
14 Astrid Erll og Ann Rigney, „introduction,“ Mediation, Remediaton, and the Dynamics
of Cultural Memory, bls. 1–14, bls. 2.
15 Nancy Thumin, Self-representation and Digital Culture, Basingstoke: Palgrave Mac-
millan, 2012, bls. 13.
16 Sama rit, bls. 138.
17 Ugla Egilsdóttir, „Bannað á Facebook“, Fréttablaðið, 2. janúar, 2014, bls. 38.
GUNNÞÓRUNN GUðMUNdSdÓTTiR