Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 171
170
má segja að við séum undir stöðugum þrýstingi sem hvetur okkur til að
varðveita fortíðina, gefa hana út, fjalla um hana, flokka og minnast, en
lítur framhjá þörf okkar fyrir að gleyma.28 Okkar sífelldu nærveru er kraf-
ist í netheimum, að hverfa þaðan er varla kostur, eða öllu heldur, það
krefst mikillar tæknikunnáttu sem sérhæfðar þjónustur, vefsíður og sjálfs-
hjálparbækur bjóðast til að aðstoða okkur við.29 Skoðum hér eitt dæmi
um hvernig netið getur framlengt líf okkar. Snemma árs 2009 lést Pia
Farrenkopf í aftursætinu á jeppa sem var lagt í bílskúrnum við hús hennar
í litlum svefnbæ í Michigan. Hún hafði nýlega hætt í vinnunni, hafði fram
að því ferðast mikið vegna vinnunnar og nágrannarnir því ekki haft mikið
af henni að segja. Hún hafði misst tengslin við fjölskyldu sína og því upp-
götvaði enginn að hún var látin fyrr en líkið fannst fimm árum síðar. Allan
þann tíma hafði hún borgað reikningana sína samviskusamlega í gegnum
heimabankann sinn. Hún framlengdi því jarðvist sína sem nam innistæð-
unni í bankanum og varð þar með tákngervingur þess að netheimar bjóða
upp á nýja tegund framhaldslífs, dauðinn er ekki óumflýjanlegur þar, held-
ur þarf á einhvern máta að finna honum þar stað.30 Ef við leggjum hér
að jöfnu dauða og gleymsku, sjáum við hvað minni okkar á við að etja í
netheimum. Nú á dögum þurfa þannig flest okkar einhvern tímann að
takast á við spurninguna um hvað eigi að gera við stafræn spor, eins og
síður á samfélagsmiðlum, blogg, tölvupósta eða heimasíður, þeirra sem
deyja.31 Að loka þeim öllum samstundis virðist kaldlynt, ef maður hefur
yfirhöfuð aðgang að þeim. En hvað þá? ætti maður að búa til minning-
arsíðu, tilkynna lát manneskjunnar á þeirra eigin síðu? Hvernig miðlum
articulated whole, these practices allow (to some extent) useful and/or interesting
descriptions of the past to be carried forward into the future.“ Bowker, „The Past
and the internet“, bls. 25.
28 Um nauðsyn gleymskunnar fyrir sjálfsmynd okkar, samskipti og tilveru alla hafa
margir fjallað og Jorge Luis Borges lýst manna best í sögu sinni um Funes hinn
minnisgóða.
29 Ógrynni bóka, vefsíðna og fyrirtækja bjóðast til að hjálpa til við slíkt sem of langt
mál yrði að telja upp.
30 Um þetta tilfelli var fjallað í fjölmiðlum víða um heim í mars 2014, m.a. hér:
Carmen Maria Machado„The Afterlife of Pia Farrenkopf“, The New yorker, 27.
mars 2014. Sjá http://www.newyorker.com/online/blogs/currency/2014/03/the-
afterlife-of-pia-farrenkopf.html.
31 Með stafrænum sporum á ég við það stafrænu slóð sem við skiljum eftir okkur í
netheimum og varðveitt eru á einn eða annan hátt, a.m.k. tímabundið. Gögn um
opinbert líf okkar, einkalíf, fjármál, samfélagsþátttöku o.s.frv. sem fyrir tilstilli
nýrrar tækni varðveitast nú lengur og á allt annan máta en áður var.
GUNNÞÓRUNN GUðMUNdSdÓTTiR