Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Side 172
171
við dauðanum á netinu, sorg eða missi? Hver veit hve margar síður með
prófílum af látnu fólki eru enn á Facebook eða ámóta síðum? Sama ár og
Farrenkopf lést settu Michael Massimi og Andrea Charise, sérfræðingar í
HCi (human-computer interaction), fram hugtakið thanatosensitivity sem
mætti kalla ‚dauðavitund‘, sem felur í sér meðvitund um huglæga og prakt-
íska þætti tengda dauðanum, sem þau vildu hvetja forritara og tölvufræð-
inga til að byggja inn í tölvukerfin sem þeir smíða.32 Meðal vandans sem
þarf að leysa er hvernig erfingjar geti fengið aðgang að ýmsu netlífi mann-
eskjunnar sem varin eru með lykilorðum, þ.e.a.s. hvernig erfast líf okkar í
netheimum?33 Spurningarnar sem þarna vakna eru grundvallarspurningar
um tengsl náttúrulegrar lífveru við vélar eða tækni.34 Snertifletir manns og
tækni eru margvíslegir í netheimum og stundum verður þar núningur milli
hefða í mannlegu samfélagi og nýrra tíma sem vert er að gefa gaum.
Ein af mörgum mótsögnum sem við þurfum að takast á við í stafrænu
lífi okkar er að við munum ekki allt, netið gleymir engu. Gleymska, nátt-
úruleg eyðing fortíðarinnar, er, að minnsta kosti ekki fræðilega, í boði í
stafrænni tækni. Við hugsum um vefinn, blogg, athugasemdir, stöðufærslur
á Facebook o.s.frv. sem hverful og skammæ. Þessu efni er ekki endilega
ætlað að lifa – það ber með sér yfirbragð hversdagsins þegar við gerum
athugasemdir við fréttir dagsins, fjölskyldumál eða veðrið. En eins og með
allt stafrænt þá neitar það að hverfa, að gleymast. Flóknu sambandi minnis
og gleymsku hefur oft verið líkt við samband lífs og dauða, eins og mann-
fræðingurinn Marc Augé bendir á í bók sinni Les formes de l’oubli. Í þeim
skilningi er gleymska þá endalok minnisins, eins konar dauði, endapunkt-
urinn, en þó ávallt þegar til staðar.35 Harald Weinrich segir í lykilverki
sínu um gleymsku Lethe: Kunst und Kritik des Vergessens að dauðinn vísi ekki
aðeins til gleymsku, heldur sé minnið þar líka að störfum: „Frá upphafi vega
32 Michael Massimi og Andrea Charise, „dying, death, and mortality: Towards
thanatosensitivity in HCi“, Proc. CHI 2009 Extended Abstracts, 2459–2468.
33 Þetta hafa til dæmis Wendy Moncur og Annalu Waller fjallað um í greininni
„digital inheritance“, RCUK digital Futures, 2010. Sjá einnig Cindy Wiley o.fl.,
„Connecting Generations: Preserving Memories with Thanatosensitive Technolo-
gies“, HCi international 2011 – Posters’ Extended Abstracts, ritstj. Constantine
Stephanidis, Berlin, Heidelberg: Springer-Verlag, 2011, bls. 474–478.
34 Sjá ítarlega umræðu um þessi efni hjá Úlfhildi dagsdóttur, Sæborgin: Stefnumót
líkama og tækni í ævintýri og veruleika, Reykjavík: Bókmennta- og listfræðastofnun
Háskóla Íslands, 2011.
35 Marc Augé, oblivion, þýð. Marjolijn de Jager, Minneapolis og London: University
of Minnesota Press, 2004, bls. 14.
FRÁSÖGN ÁN GLEyMSKU OG dAUðA