Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 174
173
Að gleyma í netheimum er langt frá því að vera sjálfsagt mál. Mayer-
Schönberger er á svipuðum slóðum þegar hann segir:
Við gætum hætt að treysta okkar eigin minni, og þar með fortíð
okkar, og skiptum henni út fyrir, ekki hlutlæga fortíð heldur til-
búna. Það er fortíð sem er ekki okkar né neins annars; í staðinn er
það gervifortíð sem er búin til úr takmörkuðum upplýsingum sem
stafrænt minni hefur geymt, algjörlega skökk mynd, tímalaus og þar
sem móta má hvað er þar geymt og hvað ekki. ég óttast að með því
að neita okkur um okkar eigin fortíð getum við skert dómgreind
okkar – og í meira mæli en við höldum.39
Þannig er þessi fyrrnefnda samræða milli minnis manneskjunnar og staf-
ræns minnis ákaflega víðtæk og full spennu. Hræðslan við inngrip tækn-
innar í minningar okkar nær til þeirra áhrifa sem hún getur einhvern dag-
inn (mögulega) haft eða hefur nú þegar á sjálfsmynd okkar. Hefur ‚saga
okkar‘ verið tekin frá okkur, okkar eigin saga af okkar fortíð þegar hún er
aðgengileg með stafrænni tækni? Hvernig mun líf okkar í netheimum hafa
áhrif á minningar okkar, minnisferla og ‚gleymskur‘ (‚forgettings‘ eins og
Julian Barnes hefur orðað það)?40 En svipuðum spurningum hefur fólk
staðið frammi fyrir með sérhverri tæknibyltingu miðla sem á einhvern
máta grípa inn í minnisferla okkar. Hræðslan um að tæknin muni eyða
náttúrulegum minnishæfileikum fólks – komi í staðinn fyrir ‚eigin‘ minn-
ingar þess með ‚gervi‘minningum (eins og ljósmyndum) og að hún muni
ræna okkur eignarrétti, valdi okkar yfir lykilsetningunni ‚ég man‘ – hefur
birst æ ofan í æ í sögunni, eins og sést í hugmyndum Platons um ‚farma-
kon‘ og fjölmörgum síðari tíma endurvinnslum á því hugtaki.41 Að skrifa
niður minningar í þessum skilningi varðveitir ekki fortíðina, heldur kemur
í stað hugsana mannsins um fortíðina. Bowker lýsir því þannig að við
séum að ganga í gegnum hæga en stórvægilega breytingu á sambandinu
við fortíðina. Niðurstaðan sé alls ekki ljós, við erum ekki eins upptekin við
að ‚geyma allt‘ eins og í upphafi tækninnar, en þó erum við að reyna að
39 Mayer-Schönberger, Delete, bls. 123.
40 Í sjálfsævisögulega verki sínu Nothing to be frightened of ræðir Julian Barnes óáreið-
anleika minnisins: „Við tölum um minningar okkar, en kannski ættum við að tala
meira um gleymskur okkar, jafnvel þótt það sé erfiðara – eða mögulega röklega
ómögulegt – verkefni.“ London: Vintage, 2009, bls. 38.
41 Gagnlegt yfirlit yfir þessa umræðu má t.d. finna hjá Anne Whitehead, Memory,
London og New york: Routledge, 2009, bls. 20–22.
FRÁSÖGN ÁN GLEyMSKU OG dAUðA