Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 176
175
Þrýstingurinn á notandann að setja inn þessar myndir birtist á ýmsan
máta.44 Þegar við setjum ekki inn forsíðumyndir birtast bláar útlínur, and-
litslaust höfuð sem minnir á ógnandi tilveru nettröllsins, sem enginn vill
tengja sig við. Margir reyna að komast hjá þessari sjálfsopinberun með því
að nota mynd af einhverju allt öðru: teikningu, listaverki, frægri persónu.
En hversu fjarlæg sem hún kann að vera hefðbundinni prófílmynd, verður
hún alltaf lesin eins og einhvers konar sjálfstjáning; mynd sem sett er í stað
sjálfsmyndar ‚er‘ sjálfsmynd. Að setja ekki inn venjulega andlitsmynd verð-
ur þess vegna óhjákvæmilega lesið sem hluti af ímynd manns. Ljósmyndin
er augljósasta leiðin til að sýna veru okkar í heiminum. Þess vegna og
vegna sterkra tengsla sinna við minni og varðveislu hefur hún orðið óað-
skiljanlegur hluti sjálfsævisögulegrar tjáningar. Samfélagsmiðlar krefjast
ekki eingöngu prófílmynda, þeir virka eingöngu með stöðugu samspili
orða og myndar, engin saga er sögð án meðfylgjandi myndar, þökk sé stöð-
ugri nærveru myndavélarsímans. Þegar við tökum mynd á símann okkar
eða spjaldtölvu stingur tækið umsvifalaust uppá að notandinn deili mynd-
inni og gefur honum ýmsa mögulega eftir þeim öppum sem hann hefur
hlaðið niður á tækið sitt. Skilaboðin eru skýr, mynd er í raun ekki til ef
henni hefur ekki verið deilt með öðrum.
Fortíðin birtist helst á Facebook í formi mynda eða þegar notend-
ur setja inn gamlar myndir sem þeir hafa skannað inn og varðveita nú í
stafrænu safni sínu. Þegar slíkar myndir eru birtar má sjá hvernig minn-
ishóparnir sem Maurice Halbwachs fjallaði um verða til; hópar sem virkja
minni meðlimanna. Þessi tækni, sem hann hafði enga möguleika á að sjá
fyrir, reynist vera gjöfull vettvangur fyrir slíka hópa. Facebook gerir það
mögulegt fyrir notendur að stofna hópa, annað hvort takmarkaða við
ákveðna félaga eða opna hópa, og sem minna sumir hverjir á minnisvinnu
sem á sér stað í ákveðnum hópum sem Halbwachs lýsti í riti sínu um sam-
eiginlegt minni, en hann varð fyrstur manna til að setja fram kenningar
um hvernig minnið mótast í samfélagi við aðra.45 Fyrrverandi nemendur í
skóla x stofna hóp, oft í tengslum við útskriftarafmæli eða eitthvað í þeim
44 Facebook fyrirtækið hefur ákveðnar reglur um hvers konar ljósmyndir megi birta,
oftast gagnvart þeim sem gætu brotið reglur þeirra um klámfengið efni. Um þetta
spunnust heitar umræður þegar myndir af mæðrum að gefa brjóst voru fjarlægðar
af Facebook. Facebook breytti reglum sínum varðandi þetta og þar segir núna:
„Ljósmyndir sem sýna nakið brjóst þar sem barn er ekki að sjúga brjóst brjóta
reglur Facebook.“ Sjá: https://www.facebook.com/help/340974655932193/
45 Maurice Halbwachs, on Collective Memory, þýð. Francis J. ditter og Vida yazdi
ditter, New york: Harper and Row, 1980, bls. 25.
FRÁSÖGN ÁN GLEyMSKU OG dAUðA