Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Qupperneq 178
177
hinum fræga Facebook þumli, eða ‚like‘ merkinu.48 Facebook-bíómyndin
var þannig böðuð nostalgíu með viðeigandi tónlist, hægum skiptingum
milli ramma og væmnum titlum. Hún tengdist beint okkar vænting-
um til stafrænnar minnismenningar eins og Garde-Hansen, Hoskins og
Reading skilgreina þær: „Þrá eftir minningum, að fanga þær, varðveita,
endurheimta og skipuleggja þær: Þetta er það sem stafrænt minni snýst
um.“49 En innrömmunin er ekki í höndum notandans; orð og myndir eru
tekin úr samhengi, val myndanna er handahófskennt, myndskeiðið snýr
gerandanum í þolanda, eins og einhver hefði skrifað ævisögu notandans.
Myndskeiðið höfðar líka til hégómgagirndar notandans með því að kalla
stutt myndskeið ‚movie‘, og með því láta notandann skoða sjálfan sig utan
frá. Minningar sem notandinn hafði deilt í ákveðnum stöðum eða mynd-
birtingum, kannski í alveg sérstökum tilgangi, birtast í nýju samhengi og
myndskeiðið breytir fortíðinni í nostalgískum hvörfum og minnir á við-
varanir Meyer-Schönbergers hér að ofan um ‚tilbúna‘ fortíð. Umkringd
lógói fyrirtækisins er augljóst hver hefur stjórn á okkar rafrænu sporum.
Þetta er fortíð okkar eins og Facebook-fyrirtækið segir frá henni. Um leið
var augljóst að notendur heilluðust af myndinni sem dregin var upp, ef
marka má hversu margir deildu henni með ‚vinum‘ sínum og gerðu hana
þar með að hluta af sinni sjálfsmynd.
Að lokum
Minningarnar sem við deilum á samfélagsmiðlum skilja eftir sig spor í net-
heimum. Þessi spor er hægt að nota á ýmsa vegu og á máta sem við höfum
litla stjórn á. Þetta hefur áhrif á samband okkar við fortíðina, mögulega
endurmótar að einhverju leyti hvernig við munum og gleymum. Þessi spor
geta á stundum verið stoð við minnið, aide de mémoire, við getum ‚gúglað‘
sjálf okkur til að minna okkur á hvenær við sögðum/gerðum/skrifuðum/
deildum þessu eða hinu. En þessi skortur á stjórn á því hvað verður munað
og hverju gleymt hlýtur að hafa áhrif á það hvernig við sjáum okkur sjálf,
ekki einungis í fortíðinni, heldur á sjálfsmynd okkar í núinu. Kenningar
um æviskrif ættu að vera vel í stakk búnar til að bæta við orðræðuna um
sjálfstjáningu á netinu; að sögu af sjálfi sé ávallt miðlað, að miðillinn leiki
hlutverk, að það sé ekkert til sem hægt væri að kalla ‚náttúrulega/eðlilega‘
lífssögu kemur okkur ekki á óvart, en gríðarlegt umfang samfélagsmiðla
48 Hér eru þetta haft á ensku, þar sem íslensk þýðing virtist ekki vera fyrir hendi.
49 Garde-Hansen, Hoskins og Reading, „introduction“, bls. 5.
FRÁSÖGN ÁN GLEyMSKU OG dAUðA