Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 179
178
þýðir að við þurfum fjölþættar aðferðir til greiningar á þeim margvíslegu
þáttum sem ráða sjálfstjáningu á netinu.50 Við þurfum að spyrja hvort
rafræn tækni hafi það í för með sér að við þurfum að finna nýjar leiðir til
að nálgast samband minnis og gleymsku? Að segja stöðugt sögu okkar í
myndum og orðum á netinu skapar ný samskipti í minnishópum, en þýðir
einnig að við erum stöðugt að endurmóta okkar sjálfsmynd, okkar fortíð,
en þar erum við þó samtímis undir hælnum á alþjóða stórfyrirtækjum
og misvinveittum yfirvöldum og minnisspor okkar gætu aðrir nýtt sér í
óræðum tilgangi í framtíðinni. Við getum ekki einu sinni verið viss um að
dauðinn leysi okkur undan kröfu netheima, því á stundum virðist sem þar
leyfist hvorki gleymska né dauði. Sú síendurtekna, en brotakennda frásögn
sem birtist á samfélagsmiðlum í orðum og myndum, samtímaleg og gjarn-
an sem einhvers konar viðbragð við deginum í dag, verður þannig fyrir
þrýstingi víða að. Þar eru að verki tæknin sjálf sem hefur mótandi áhrif á
minnið, markaðslegar forsendur stórfyrirtækjanna sem eiga miðlana og
félagslegur þrýstingur frá ‚vinunum‘ 400 eða 5000 sem hið gagnvirka,
hringlaga módel býr til og kyndir undir. Varðveisla og framsetning þess-
ara stafrænu spora mun þannig móta okkar ‚verðandi minni‘ – og þar með
sjálfsmynd og sjálfstjáningu – í framtíðinni.
Á G R i P
Frásögn án gleymsku og dauða:
Sjálfstjáning á samfélagsmiðlum
Sjálfstjáning á netinu hefur aukist gríðarlega á síðasta áratug svo að nú stunda fleiri
einhvers konar sjálfsævisöguleg skrif en nokkru sinni fyrr. Samfélagsmiðlar eru
helsta formið fyrir þessa tjáningu og uppbygging þeirra og boð og bönn hafa áhrif
á frásögnina sem þar birtist. Þessi grein rannsakar þessa miðla, hlutverk minnis og
gleymsku í þessu ferli og hvernig frásagnir birtast í orðum og myndum. Það sem er
munað og því sem er gleymt á netinu og þar með okkar stafrænu spor hlýtur að hafa
áhrif á sjálfsmynd okkar. Að segja sögu sína stöðugt í orðum og myndum á netinu
opnar nýjar sjálfsævisögulegar aðferðir; sumar hverjar minna á fyrri form, eins og
50 Sidonie Smith og Julia Watson sýna fram á þetta með greiningu á þáttum úr
æviskrifum í sjálfstjáningu í netheimum í grein sinni „Virtually Me: A Toolbox
about Online Self-Presentation“, Identity Technologies: Constructing the Self online,
bls. 70–95.
GUNNÞÓRUNN GUðMUNdSdÓTTiR