Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 182
181
gunnar Þorri Pétursson
Endalok nútímabókmenntafræði
á Íslandi
Allt fer þá að illri spá,
eitt mun sungið þema.
Hljómur sá mun heiminn þjá,
hann er dæmdur – nema
Þórarinn Eldjárn, Disneyrímur
Upphaf
Árið 1983 gaf Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands út Hugtök og heiti
í bókmenntafræði, uppflettirit með færslum eftir sautján fræðimenn; sá
átjándi og afkastamesti var ritstjórinn sjálfur, Jakob Benediktsson, þótt
hann léti þess hvergi getið. Aftur á móti notar Jakob tækifærið í formála
til að minnast sérstaklega á framlag tveggja ungra fræðimanna úr hópi
sautjánmenninganna, Örnólfs Thorssonar og Halldórs Guðmundssonar.
Í framsæknustu færslum þeirra birtist í fyrsta sinn á íslensku sú stórsaga
(e. grand narrative) sem liggur nútímabókmenntafræði (e. modern literary
theory) enn til grundvallar. Hún á sína fyrirrennara (Nietzsche, Marx, de
Saussure, Freud) en er í grófum dráttum rakin frá rússneskum formal-
istum um og eftir byltinguna, á millistríðsárunum umbreytist formalismi
í strúktúralisma þegar Roman Jakobson o.fl. flýja Sovétríkin til Austur-
Evrópu, þaðan berast þessir hugmyndastraumar til Parísar, New york og
– í upphafi níunda áratugarins – Íslands.
Frá stofnun árið 1971 hafði Bókmenntafræðistofnun kappkostað útgáfu
„á viðamiklu bókmenntalegu uppflettiriti, eins og til eru með öðrum þjóð-
um, þar sem skilgreind væru hugtök og heiti til þess að treysta undir-
stöðu bókmenntafræðinnar, rjúfa einangrun bókmenntarannsókna og
efla íslenska bókmenningu.“1 Hugtök og heiti reyndust liður í kaflaskil-
um: innrás nútímabókmenntafræði í fræðilega umræðu á Íslandi með
fræðimenn á borð við Helgu Kress, Matthías Viðar Sæmundsson, Halldór
1 Bjarni Guðnason, „Aðfaraorð“, Hugtök og heiti í bókmenntafræði, ritstj. Jakob
Benediktsson, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 1983, bls. 5.
Ritið 3/2015, bls. 181–196