Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 184
183
Uppgangur
Árið 1987 sendir Halldór Guðmundsson frá sér „Loksins, Loksins“: Vefarinn
mikli og upphaf íslenskra nútímabókmennta og Ástráður Eysteinsson ver
doktorsritgerð sem nefnist, The other Modernity: The Concept of Modernism
and the Aesthetics of Interruption. Eins og sjá má eru titlarnir nánast af sjálfs-
dáðum komnir í deiluna sem fylgdi í kjölfarið. Árið 1988 birtir Ástráður
greinina „Fyrsta nútímaskáldsagan og módernisminn: Loksins hvað?“, en
eins og undirtitill gefur til kynna er þetta öðrum þræði hanski – kastað í
andlitið á höfundi „Loksins, loksins“.
Það segir margt um stöðu íslenskrar bókmenntafræði að hvorki póst-
módernismi né póststrúktúralismi er nefndur á nafn í Hugtökum og heitum;
næst kemst Halldór í umfjöllun sinni um strúktúralisma og táknfræði. Árið
sem hann og Ástráður lenda í ritdeilu sendir sá síðarnefndi aftur á móti
frá sér ítarlega grein sem nefnist: „Hvað er póstmódernismi?: Hvernig er
byggt á rústum?“ Í kjölfarið má segja að Ástráður taki við keflinu, vett-
vangur Halldórs verður Mál og menning, en frjó og flókin spenna skapast
á milli forlagsins og háskólasamfélagsins í bókmenntafræðilegri umræðu.
Árið 1987 lítur dagsins ljós fyrsta ársrit Torfhildar, félags bókmennta-
fræðinema við Háskóla Íslands og til marks um gróskuna sem hlaupin
er í fagið að heftið selst upp. „Þessar góðu viðtökur“, skrifar ritstjórn,
„tóku á sig óvænta mynd þegar Mál og menning undir forystu Halldórs
Guðmundssonar útgáfustjóra og kennara gerði Torfhildi það freistandi til-
boð að styrkja okkur við útgáfu á ritröð með merkum bókmenntafræðirit-
gerðum af erlendum og innlendum vettvangi.“5 Þegar til stykkisins kemur
er það hins vegar Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands sem ræðst í
svipað verkefni: Ástráður og Matthías Viðar gerast ritstjórar rykfallinnar
ritraðar, Fræðirita, bjóða hópi fólks til samstarfs – nemendum og kenn-
urum sem unnið höfðu gróskumikið starf í tímaritum innan háskólans á
borð við Torfhildi og Isma – og afraksturinn er Spor í bókmenntafræði 20.
aldar: Frá Shklovskíj til Foucault, safn tíu ritgerða „sem tíðindum hafa sætt
í vestrænni bókmenntaumræðu“ eins og segir aftan á bókakápu.6 Í for-
5 „Frá ritnefnd“, Ársrit Torfhildar: Félag bókmenntafræðinema við Háskóla Íslands,
ritnefnd: Garðar Baldvinsson, Sigurður ingólfsson, Svala Þormóðsdóttir, 1988,
bls. 7. Útgefanda ekki getið, en Mál og menning sá um umbrot.
6 Hér skapast áhugaverður núningspunktur – ári síðar gefur Mál og menning út fyrsta
bindi Íslenskrar bókmenntasögu. Sömu tilhneigingu mátti þegar greina í ritdeilu Ástráðs
og Halldórs: Nýjabrumið í bókmenntafræðikenningum kemur í auknum mæli frá
Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, afstaðan innan raða Máls og menningar til
ENdALOK NÚTÍMABÓKMENNTAFRæði Á ÍSLANdi