Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 185
184
mála staðsetur Garðar Baldvinsson staðsetur ritið í hugmyndasögulegu
tilliti:
Þar eð rit þetta hverfist á vissan hátt um formgerðarstefnu („strúkt-
úralisma“) þótti okkur eðlilegt að sýna aðdraganda hennar einn-
ig að vissu marki þótt slík staðhæfing um markvissa þróun innan
fræðigreinar úr nútíð í framtíð (eða úr fortíð í nútíð) sé auðvitað
varhugaverð. Engu að síður mótar að vissu leyti fyrir þróunarferli
í bókmenntafræðilegri orðræðu frá formstefnu („formalisma“,
Shklovskíj), um nýrýni (Eliot), í formgerðarstefnu (Lévi-Strauss og
Jakobson), og þaðan út úr geira fastmótaðra stefna yfir á svið þar
sem aflétt er veldi ákveðinna kerfa og stimpla, svið sem oft er sett
undir einn hatt og gert að eins konar kjölfari formgerðarstefnunnar,
það sem oft er kallað „póst-strúktúralismi“, jafnt þótt um marga
ósamstæða fræðimenn eða höfunda sé að ræða, eins og derrida,
Kristevu, Barthes og Bakhtín. Sá síðastnefndi t.d. sendir slíka flokk-
unarfræði veg allrar veraldar því – eins og Kristeva dregur fram í
ritgerð sinni – hann er eins konar ljósbrjótur (prisma) sögunnar,
einn af forsprökkum formstefnunnar rússnesku, fjallar um höfunda
úr fortíð sinni (dostojevskíj og Rabelais) en fellur samt vel að „póst-
strúktúralismanum“ franska sem m.a. Kristeva er að fást við um og
eftir miðjan 7. áratuginn. Þungamiðja þessa rits hlýtur reyndar að
teljast á mótum formgerðarstefnu og umrædds sviðs . . . 7
Eins og sjá má beintengja Spor sig við stórsöguna sem Hugtök og heiti lögðu
grunninn að – um leið og tekið er næsta skref, eða spor, öllu heldur. Þrátt
fyrir að póststrúktúralismi sé skilgetið afkvæmi formalisma og strúktúral-
isma, eins og Garðar heldur til haga, tilgreinir hann engar af þeim hættum
sem Örnólfur og Halldór töldu að fylgdu fyrrgreindum stefnum; póst-
strúktúralismi er ekki einu sinni stefna ef marka má formála Spora held-
ur erum við komin „út úr geira fastmótaðra stefna yfir á svið þar sem
aflétt er veldi ákveðinna kerfa og stimpla“. Hér er verið að boða eitthvað
nútímateoríu verður aftur á móti æ krítískara með árunum og áherslan þar á bæ frekar
lögð á sögulegar bókmenntarannsóknir. Í kjölfar útgáfu á síðustu tveimur bindum
Íslenskrar bókmenntasögu skapast forvitnilegar umræður um jafnvægið á milli teorískrar
og sögulegrar nálgunar. Athygli vekur t.d. afstaða Halldórs Guðmundssonar, sjá „Barist
um bókmenntasögu“, Fréttablaðið, 19. nóv. 2006, bls. 74.
7 Garðar Baldvinsson, „Formáli“, Spor í bókmenntafræði 20. aldar, ritstj. auk Garðars,
Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun
Háskóla Íslands, 1991, bls. 9–10.
gunnar Þorri PéturSSon