Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 186
185
annað og meira en tíðindi: fagnaðarerindi. Um leið fáum við nasasjón af
kanónískri framsetningu á póststrúktúralisma: Þrátt fyrir að Garðar telji
varhugavert að staðhæfa um markvissa þróun innan fræðigreinar gerir
hann einmitt það, Bakhtín er í senn utan allrar flokkunarfræði en samt
einn af rússnesku formalistunum og fellur jafnframt vel að póststrúktúral-
ismanum franska o.s.frv.
Hvorki póststrúktúralismi né póstmódernismi var undanþeginn
stimpl um eða kerfum: Í krafti ákveðinnar stórsögu innleiddi Bókmennta-
fræðistofnun Háskóla Íslands þessar skyldu stefnur sem ríkjandi viðmið
í fræðilegri umræðu hérlendis, en stimplaði og felldi einstaka einstaka
hugmyndir og hugsuði gjarnan að söguásnum sem lá þessum hugmynda-
kerfum til grundvallar. Þetta er auðvitað þversögn þar sem eitt höfuð-
einkenni bæði póstmódernisma og póststrúktúralisma á að heita andóf
gegn hvers kyns stórsögum og stigveldum.
Orðspor sovéska hugsuðarins Míkhaíls Bakhtíns barst hingað til lands
við upphaf níunda áratugarins eða um svipað leyti og nútímabókmennta-
fræði skolaði á fjörur.8 Nánast frá upphafi var rík viðleitni til að túlka Bakhtín
inn í stórsöguna sem lá nútímabókmenntafræði til grundvallar. Í Hugtökum
og heitum er hann einkum settur í samhengi við söguásinn sem liggur frá
formalisma til strúktúralisma og táknfræði,9 en þegar póststrúktúralismi
er kynntur til leiks breytist virkni Bakhtíns innan bókmenntakerfisins og
honum er úthlutað mikilvægu hlutverki í fæðingarsögu hins nýja viðmiðs.
Spor hafa að geyma grein Júlíu Kristevu frá 1967 sem nefnist „Orð, tví-
8 Sjá meistararitgerð mína í almennri bókmenntafræði, „Bakhtínskí búmm: Um
ris og fall Míkhaíls Bakhtíns í fræðilegri umræðu á Íslandi“, Háskóli Íslands, feb.
2015. Ritgerðin er væntanleg til útgáfu á vegum Bókmenntafræðistofnunar (nú
Bókmennta- og listfræði stofnunar) Háskóla Íslands.
9 Hér verður að setja ákveðinn fyrirvara. Helga Kress var fyrsti íslenski fræðimaður-
inn sem fjallaði um Bakhtín og gerði það á afar frumlegan hátt; hún kom jafn-
framt með róttækustu túlkunina í samanlagðri viðtökusögu verka hans hér á landi
og þá einu sem á alþjóðlegt erindi. Í þessu samhengi má nefna fyrirlestur Helgu
um karnival-grótesku í Fóstbræðra sögu sem haldinn var á rannsóknaæfingu Félags
íslenskra fræða og Mímis í desember 1980. Hitt ber þó að hafa í huga – fyrir-
lesturinn birtist ekki fyrr en sjö árum síðar á prenti, sjá Helga Kress, „Bróklindi
Falgeirs: Fóstbræðrasaga og hláturmenning miðalda“, Skírnir 161 (1987): 271–286.
Þar af leiðandi má segja að umfjöllun Halldórs og Örnólfs í Hugtökum og heitum sé
fyrsta íslenska umfjöllunin um Bakhtín sem birtist á prenti. Örnólfur setur Bakhtín
í samhengi við marxíska málheimspeki (sjá t.d. færslu hans um formalisma) en sú
túlkun náði ekki viðlíka fótfestu (enda marxísk greining á undanhaldi eftir því sem
leið á níunda áratuginn) og viðtökur sem byggðu á formalískum, strúktúralískum
og síðar póststrúktúralískum forsendum.
ENdALOK NÚTÍMABÓKMENNTAFRæði Á ÍSLANdi